Klippti á sér hárið í ræðustól

Mótmæli í Íran | 5. október 2022

Klippti á sér hárið í ræðustól

Sænski miðju-þingmaðurinn Abir Al-Sahlani steig í pontu í umræðu um mótmælin í Íran á ESB-þinginu í gærkvöldi og klippti á sér hárið í miðri ræðu.

Klippti á sér hárið í ræðustól

Mótmæli í Íran | 5. október 2022

Abir Al-Sahlani klipptt á sér hárið með skærum sem hún …
Abir Al-Sahlani klipptt á sér hárið með skærum sem hún hafði laumað með sér í pontu. Mynd/skjáskot

Sænski miðju-þingmaður­inn Abir Al-Sa­hlani steig í pontu í umræðu um mót­mæl­in í Íran á ESB-þing­inu í gær­kvöldi og klippti á sér hárið í miðri ræðu.

Sænski miðju-þingmaður­inn Abir Al-Sa­hlani steig í pontu í umræðu um mót­mæl­in í Íran á ESB-þing­inu í gær­kvöldi og klippti á sér hárið í miðri ræðu.

Þetta gerði hún til stuðnings ír­önsku kon­un­um sem berj­ast nú við kúg­un klerka­veld­is­ins og fyr­ir rétt­in­um til að velja hvort þær bera slæður eða ekki. 

„Mig langaði að sýna kon­um í Íran að ég heyri það sem þær eru að segja og ég stend með þeim,“ seg­ir hún við sænska rík­is­út­varpið eft­ir at­vikið sem vakti tölu­verða at­hygli.

Sjá má mynd­skeið af ræðunni hér: 

Í ræðu sinni gagn­rýn­ir hún aðra þing­menn og seg­ir of lítið gert til að mæta hug­rekk­inu sem ír­ansk­ar kon­ur hafa sýnt und­an­farna daga og vik­ur með stór­tæk­um mót­mæl­um. 

Í tæp­ar þrjár vik­ur hafa þúsund­ir manna tekið þátt í mót­mæl­un­um gegn stjórn­inni eft­ir að hinn 22 ára gamla Mahsa Am­ini var myrt af ír­önsku ör­ygg­is­lög­regl­unni.

Krafðist skýr­ari af­stöðu

Þegar röðin kom að Abir Al-Sa­hlani að ræða mót­mæl­in í umræðunni í gær, ávarpaði hún æðsta full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins í ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mál­um, Josep Bor­rell, beint og krafðist skýr­ari af­stöðu.

„Hug­rekki sem þú hef­ur ekki brugðist við, Josep Bor­rell, þegar þú greipst ekki tæki­færið á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna til að taka skýra af­stöðu til mann­rétt­inda,“ sagði hún í ræðu sinni.

Eft­ir ræðuna tók hún fram skæri sem hún hafði falið í ræðublöðum sín­um og klippti af sér hárið.

mbl.is