SÍ fundaði um mál Bjarna í dag: „Engin niðurstaða“

MeT­oo - #Ég líka | 5. október 2022

SÍ fundaði um mál Bjarna í dag: „Engin niðurstaða“

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fundaði í dag en þar var meðal annars rætt um mál Bjarna Frímanns Bjarnasonar tónlistarmanns.

SÍ fundaði um mál Bjarna í dag: „Engin niðurstaða“

MeT­oo - #Ég líka | 5. október 2022

Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands fundaði í dag en þar var meðal ann­ars rætt um mál Bjarna Frí­manns Bjarna­son­ar tón­list­ar­manns.

Stjórn Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands fundaði í dag en þar var meðal ann­ars rætt um mál Bjarna Frí­manns Bjarna­son­ar tón­list­ar­manns.

Þetta staðfest­ir Lára Sól­ey Jó­hanns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands, í sam­tali við mbl.is en hún tek­ur þó fram að málið hafi bara verið rætt al­mennt og að eng­in niðurstaða hafi verið sleg­in varðandi málið.

„Þetta var fund­ur sem er hald­inn sam­kvæmt starfs­áætl­un en það er eng­in niðurstaða sem kom á fund­in­um,“ seg­ir Lára.

Nokkr­ir fagaðilar koma til greina

Eins og áður hef­ur verið greint frá sagði Bjarni í færslu á Face­book-síðu sinni að Árni Heim­ir Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi tón­list­ar­stjóri Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands, hefði brotið á sér kyn­ferðis­lega þegar Bjarni var enn í Lista­há­skóla Íslands. Bjarni var þá 17 ára en Árni 35 ára.

Ítrek­ar Lára að stjórn og fram­kvæmda­stjórn SÍ hafi ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál Bjarna og Árna. Þá seg­ir hún að ýms­ir fagaðilar hafi verið skoðaðir á fund­in­um og rætt hver væri mál­inu best vax­inn.

„Það er auðvitað ein­hug­ur allra að þetta gangi sem best og hraðast fyr­ir sig.“

Þá seg­ir hún það ekki vera ákveðið hvaða fagaðili muni taka málið að sér en að nokkr­ir komi til greina.

mbl.is