Var orðin amma 31 árs gömul

Barnabörn | 17. október 2022

Var orðin amma 31 árs gömul

Hin 36 ára gamla Amber Boone hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, en hún á í dag tvö barnabörn og deilir á miðlinum myndböndum um lífið sem ung amma. 

Var orðin amma 31 árs gömul

Barnabörn | 17. október 2022

Amber Boone var aðeins 31 árs þegar hún eignaðist sitt …
Amber Boone var aðeins 31 árs þegar hún eignaðist sitt fyrsta barnabarn. Skjáskot/Instagram

Hin 36 ára gamla Am­ber Boo­ne hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok, en hún á í dag tvö barna­börn og deil­ir á miðlin­um mynd­bönd­um um lífið sem ung amma. 

Hin 36 ára gamla Am­ber Boo­ne hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok, en hún á í dag tvö barna­börn og deil­ir á miðlin­um mynd­bönd­um um lífið sem ung amma. 

Boo­ne eignaðist sitt fyrsta barn aðeins 14 ára göm­ul, en hún reyndi að beina börn­um sín­um frá því að stofna fjöl­skyldu ung og feta í fót­spor henn­ar. Þrátt fyr­ir það eignaðist elsta dótt­ir henn­ar sitt fyrsta barn 17 ára göm­ul, en þá var Boo­ne aðeins 31 árs. 

Vildi ekki vera kölluð amma fyrst

Net­verj­ar virðast hafa mik­inn áhuga á lífi Boo­ne og fjöl­skyldu henn­ar. „Ég ætla ekki að ljúga, ég hélt þú vær­ir 25 ára! Til ham­ingju með þig, þú rokk­ar,“ skrifaði einn not­andi við mynd­bandið á meðan ann­ar sagði að hún myndi alls ekki vilja verða amma fyr­ir fer­tugt.

„Hlustaðu nú. Ég neitaði að vera kölluð amma fyrstu tvö árin, en þegar litla ömmu­stelp­an mín sagði það fyrst var það eins og tónlist í eyr­um mér. Ömmu­börn breyta þér,“ svaraði Boo­ne. 

Þó nokkr­ir not­end­ur virðast vera á sama báti og Boo­ne. „Ég er 39 ára með sjö barna­börn. Ég myndi ekki skipta þeim út fyr­ir neitt,“ skrifaði einn not­and­inn.

@get­realwithab The be­nef­its of a yout­hf­ul nana/​mama/​grandma 🤪 #granniesoftikt­ok ♬ orig­inal sound - Am­ber Boo­ne
mbl.is