Öryggisverðir fylgdu fjöllistamanninum Kanye West út af skrifstofum Skechers í gær. Í tilkynningu frá skóframleiðandanum kemur fram að West hafi mætt á skrifstofurnar án þess að láta vita af sér og óboðinn.
Öryggisverðir fylgdu fjöllistamanninum Kanye West út af skrifstofum Skechers í gær. Í tilkynningu frá skóframleiðandanum kemur fram að West hafi mætt á skrifstofurnar án þess að láta vita af sér og óboðinn.
Öryggisverðir fylgdu fjöllistamanninum Kanye West út af skrifstofum Skechers í gær. Í tilkynningu frá skóframleiðandanum kemur fram að West hafi mætt á skrifstofurnar án þess að láta vita af sér og óboðinn.
Mikið hefur gustað um West í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna andgyðinglegra og rasískra ummæla sem hann hefur látið falla á samfélagsmiðlum og í viðtölum.
Í tilkynningu frá Skechers hafi einnig komið fram að hann hafi brotið reglur um myndbandsupptöku á skrifstofum þeirra. Atvikið átti sér stað í gær, miðvikudag í Los Angeles, en degi áður tilkynnti þýska íþróttavörumerkið Adidas að það hafi rift samningi sínum við West vegna andgyðinglegra ummæla hans.
„Skechers hefur ekki hug á að vinna með West,“ segir í tilkynningunni og andgyðinleg ummæli hans fordæmd. Stofnandi Skechers, Robert Greenberg, er gyðingur og sömuleiðis er sonur hans, Michael Greenberg, gyðingur en hann er framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag.
Adidas var ekki fyrsta fyrirtækið til að rifta samningi sínum við West, en franska tískuvörumerkið Balenciaga gerði það í síðustu viku og þar á undan sagði bankinn JP Morgan Chase upp öllum viðskiptum sínum við listamanninn.
Umboðsskrifstofan CAA rifti svo samningi sínum við West á mánudag og framleiðslufyrirtækið MRC sagðist ætla að setja útgáfu heimildarmyndar um West á ís í bili.