Á sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu

Manndráp í Rauðagerði | 28. október 2022

Á sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu

„Mál þetta á sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu á síðari tímum,“ segir í dómi Landsréttar í Rauðagerðismálinu sem féll í dag. Þar þyngdi Landsréttur dóm héraðsdóms yfir Angjelin Sterkaj auks þess að sakfella þrjú önnur sem héraðsdómur hafði áður sýknað.

Á sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu

Manndráp í Rauðagerði | 28. október 2022

Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Angjelin Serkaj …
Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Angjelin Serkaj sést hér fyrir miðri mynd. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mál þetta á sér ekki hliðstæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu á síðari tím­um,“ seg­ir í dómi Lands­rétt­ar í Rauðagerðismál­inu sem féll í dag. Þar þyngdi Lands­rétt­ur dóm héraðsdóms yfir Angj­el­in Sterkaj auks þess að sak­fella þrjú önn­ur sem héraðsdóm­ur hafði áður sýknað.

„Mál þetta á sér ekki hliðstæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu á síðari tím­um,“ seg­ir í dómi Lands­rétt­ar í Rauðagerðismál­inu sem féll í dag. Þar þyngdi Lands­rétt­ur dóm héraðsdóms yfir Angj­el­in Sterkaj auks þess að sak­fella þrjú önn­ur sem héraðsdóm­ur hafði áður sýknað.

Sterkaj hlaut 20 ára dóm á meðan þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada voru öll dæmd í 14 ára fang­elsi.

Í dómi Lands­rétt­ar seg­ir, að ásetn­ing­ur Angj­el­in til dráps­ins hafi verið ein­beitt­ur og gat ekki helg­ast af neyðar­vörn. Dóm­ur­inn seg­ir enn frem­ur að þau Claudia, Murat og Sheptim hafi hlotið að vera ljóst, að virt­um gögn­um máls­ins, að langlík­leg­ast væri að Angj­el­in hygðist ráða Arm­ando Beqirai af dög­um.

„Með þátt­töku í skipu­lagn­ingu og öðrum und­ir­bún­ingi þess að ákærði, Angj­el­in, gæti hitt A [Arm­ando Beqirai] ein­an fyr­ir utan heim­ili hans verður sam­kvæmt öllu fram­an­sögðu talið hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa að ákærðu hafi átt verk­skipta aðild að því að A var ráðinn af dög­um og um sam­verknað allra ákærðu hafi verið að ræða,“ seg­ir í dómi Lands­rétt­ar. 

Þá er tekið fram, að málið eigi sér ekki hliðstæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu á síðari tím­um.

„Við ákvörðun refs­ing­ar er til þess að líta að at­laga ákærða, Angj­el­in, að A var þaul­skipu­lögð og í senn ofsa­feng­in og mis­kunn­ar­laus, en ákærði gekk að A og skaut hann af stuttu færi viðstöðulaust níu skot­um í brjóst og höfuð. Var ásetn­ing­ur ákærða til að bana A afar ein­beitt­ur. Ákærðu frömdu brotið í fé­lagi og verður það virt þeim til refsiþyng­ing­ar, sbr. 2. mgr. 70. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga,“ seg­ir Lands­rétt­ur. 

mbl.is