Dómurinn í Rauðagerðismálinu „gríðarleg vonbrigði“

Manndráp í Rauðagerði | 28. október 2022

Dómurinn í Rauðagerðismálinu „gríðarleg vonbrigði“

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og kom mjög á óvart. Ég tel það nokkuð einsýnt að þetta mál komi til kasta Hæstaréttar þar sem þetta verður endurskoðað með einhverjum hætti,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi Claudiu Sofiu Carvahlo í Rauðagerðismálinu, en sýknudómi hennar var snúið í 14 ára fangelsi. 

Dómurinn í Rauðagerðismálinu „gríðarleg vonbrigði“

Manndráp í Rauðagerði | 28. október 2022

Frá aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í héraðsdómi. Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho, sem …
Frá aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í héraðsdómi. Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho, sem Steinbergur varði, er önnur til hægri á myndinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta eru gríðarleg von­brigði og kom mjög á óvart. Ég tel það nokkuð ein­sýnt að þetta mál komi til kasta Hæsta­rétt­ar þar sem þetta verður end­ur­skoðað með ein­hverj­um hætti,“ seg­ir Stein­berg­ur Finn­boga­son, verj­andi Claudiu Sofiu Car­va­hlo í Rauðagerðismál­inu, en sýknu­dómi henn­ar var snúið í 14 ára fang­elsi. 

„Þetta eru gríðarleg von­brigði og kom mjög á óvart. Ég tel það nokkuð ein­sýnt að þetta mál komi til kasta Hæsta­rétt­ar þar sem þetta verður end­ur­skoðað með ein­hverj­um hætti,“ seg­ir Stein­berg­ur Finn­boga­son, verj­andi Claudiu Sofiu Car­va­hlo í Rauðagerðismál­inu, en sýknu­dómi henn­ar var snúið í 14 ára fang­elsi. 

Angj­el­in Sterkaj var í dag dæmd­ur í Lands­rétti í 20 ára fang­elsi fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana við heim­ili sitt í Rauðagerði í Reykja­vík í fyrra. 

Þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada sem voru sýknuð af kröf­um ákæru­valds­ins í héraðdómi voru öll dæmd í 14 ára fang­elsi í Lands­rétti.

Stein­berg­ur var ný­kom­inn með dóm­inn í hend­urn­ar þegar mbl.is náði tali af hon­um og sagði ekki beint út að hann myndi ætla sér að áfrýja mál­inu til hæsta­rétt­ar en sagði þó:

„Miðað við þenn­an mikla viðsnún­ing tel ég það nokkuð ein­sýnt að þetta mál muni koma til kasta Hæsta­rétt­ar“

Steinbergur Finnbogason, lögmaður.
Stein­berg­ur Finn­boga­son, lögmaður.
mbl.is