„Við líðum ekki svona“

Manndráp í Rauðagerði | 28. október 2022

„Við líðum ekki svona“

„Þarna kemur skýrt fram að það hafi verkað til refsiþyngingar að manndrápið hafi verið skipulagt, ofsafengið og framið af einbeittum ásetningi,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, um nýfallna dóma Landsréttar í Rauðagerðismálinu, þrjá 14 ára fangelsisdóma og einn til 20 ára.

„Við líðum ekki svona“

Manndráp í Rauðagerði | 28. október 2022

Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent, segir dóma Landsréttar í dag …
Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent, segir dóma Landsréttar í dag ekki koma á óvart. Þungir dómar fyrir skipulögð brot sendi skýr skilaboð út í samfélagið. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Þarna kem­ur skýrt fram að það hafi verkað til refsiþyng­ing­ar að mann­drápið hafi verið skipu­lagt, ofsa­fengið og framið af ein­beitt­um ásetn­ingi,“ seg­ir Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, dós­ent í lög­reglu­fræðum við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, um ný­fallna dóma Lands­rétt­ar í Rauðagerðismál­inu, þrjá 14 ára fang­els­is­dóma og einn til 20 ára.

„Þarna kem­ur skýrt fram að það hafi verkað til refsiþyng­ing­ar að mann­drápið hafi verið skipu­lagt, ofsa­fengið og framið af ein­beitt­um ásetn­ingi,“ seg­ir Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, dós­ent í lög­reglu­fræðum við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, um ný­fallna dóma Lands­rétt­ar í Rauðagerðismál­inu, þrjá 14 ára fang­els­is­dóma og einn til 20 ára.

Seg­ir Mar­grét al­mennu regl­una á Íslandi síðustu ár hafa verið 16 ára dóma fyr­ir mann­dráp. „Og í þess­um mál­um er oft eng­inn ásetn­ing­ur um að drepa endi­lega, held­ur er um að ræða al­var­lega lík­ams­árás sem end­ar með dauða fórn­ar­lambs­ins, þetta hafa al­mennt verið 16 ára mál,“ seg­ir dós­ent­inn.

Angj­el­in Sterkaj, fyrir miðju, hlaut í dag 20 ára dóm …
Angj­el­in Sterkaj, fyr­ir miðju, hlaut í dag 20 ára dóm í Lands­rétti fyr­ir að ráða Arm­ando Beqirai af dög­um við Rauðagerði að kvöldi 13. fe­brú­ar í fyrra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Það brot sem Rauðagerðismálið snýst um sé hins veg­ar í eðli sínu ólíkt þeim mann­dráps­mál­um sem Íslend­ing­ar hafi hve oft­ast fylgst með frétt­um af. „Þarna er líka búið að snúa sýknu­dóm­um þess­ara þriggja sam­verka­manna sem fá 14 ár í Lands­rétti og þá er kom­inn skiplagður glæp­ur nokk­urra ein­stak­linga sem er alls staðar til refsiþyng­ing­ar,“ held­ur Mar­grét áfram.

Þung­ir dóm­ar í ís­lenskri rétt­ar­sögu

Í því ljósi seg­ir hún refsiþyng­ingu Angj­eli Sterkaj úr 16 árum í 20 skilj­an­lega. „Hún er al­veg í sam­ræmi við mat dóm­ara í Lands­rétti á að brotið hafi verið skipu­legt og af ásetn­ingi,“ seg­ir Mar­grét sem leit yfir eldri dóma í mann­dráps­mál­um á Íslandi eft­ir að hafa lesið dóm­inn sem féll í dag.

Rifjar hún þar upp Stóra­gerðismálið svo­kallaða árið 1990 þar sem tveir menn höfðu skipu­lagt rán á bens­ín­stöð sem kostaði starfs­mann þar lífið. „Ann­ar þeirra fékk 20 ár og hinn 18 ár, en í þeim dómi var líka verið að dæma fyr­ir fíkni­efna­smygl þannig að 20 árin voru hvort tveggja fyr­ir mann­drápið og fíkni­efna­smygl,“ seg­ir Mar­grét og bend­ir enn frem­ur á að Thom­as Möller Ol­sen, skip­verji á tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, hafi hlotið 19 ára dóm árið 2017.

„Í mínum huga snýst þetta um hvort þetta séu afleiðingar …
„Í mín­um huga snýst þetta um hvort þetta séu af­leiðing­ar skipu­lagðrar brot­a­starf­semi sem við sjá­um í þessu mann­drápi og fjöldi vís­bend­inga hníg­ur í þá átt.“ Mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

„Þar var líka verið að dæma fyr­ir fíkni­efna­brot auk mann­dráps svo fíkni­efn­in voru þar til refsiþyng­ing­ar. Rauðagerðismálið er hins veg­ar í eðli sínu ólíkt þess­um mál­um og öðrum mann­dráps­mál­um á Íslandi, þar sem þar er mun meiri skipu­lagn­ing á bak við brotið sem ætti að vera til refsiþyng­ing­ar og þess vegna kom mér það ekki á óvart að dóm­ur­inn [yfir Sterkaj] hafi verið þyngd­ur,“ seg­ir Mar­grét enn frem­ur.

Sömu gögn met­in á ný

Tel­ur hún tæp­lega koma á óvart að sýknu­dómi sam­verka­mann­anna þriggja í héraði hafi verið snúið í Lands­rétti. „Þarna eru sömu gögn og lögð voru fyr­ir héraðsdóm met­in á ný á æðra dóm­stigi og þarna þykir framb­urður þre­menn­ing­anna ótrú­verðugur. Bent er á að framb­urður þeirra hafi tekið mikl­um breyt­ing­um og eins er bent á að þeim hefði mátt vera það al­gjör­lega ljóst að langlík­leg­ast væri að Angj­eli [Sterkaj] ætlaði sér að bana Arm­ando [Beqirai] og þau hefðu tekið þátt í skipu­lagn­ing­unni og und­ir­bún­ingn­um. Þess vegna erum við að sjá þessa þrjá aðila hljóta 14 ára fang­els­is­dóm,“ seg­ir Mar­grét.

Hvaða skila­boð tel­ur Mar­grét, sem er doktor í af­brota­fræðum, að svo þung­ir fang­els­is­dóm­ar sendi út í ís­lenskt sam­fé­lag?

„Í mín­um huga snýst þetta um hvort þetta séu af­leiðing­ar skipu­lagðrar brot­a­starf­semi sem við sjá­um í þessu mann­drápi og fjöldi vís­bend­inga hníg­ur í þá átt. Þessi dóm­ur sem féll í dag er að senda þau skila­boð út í sam­fé­lagið að við líðum ekki svona – skipu­lagða brot­a­starf­semi sem er að enda í mann­dráps­mál­um, og við ætl­um að taka því mjög al­var­lega,“ svar­ar Mar­grét.

Varnaðaráhrif­in mest í mál­um af þessu tagi

Tel­ur hún dóm­ana í dag hafa þau varnaðaráhrif sem refsi­vörslu­kerf­inu er öðrum þræði ætlað að hafa út í sam­fé­lagið?

„Það er erfitt að segja til um það, en ef þung­ir dóm­ar hafa varnaðaráhrif í ein­hverj­um brota­flokk­um, og þegar við horf­um á mann­dráp sér­stak­lega, þá er það ein­mitt í mann­dráp­um af þessu tagi, þar sem ásetn­ing­ur er mjög skýr og ein­beitt­ur, sem þung­ir dóm­ar geta haft varnaðaráhrif,“ seg­ir Mar­grét.

Fimm dögum eftir manndrápið sátu sjö manns í gæsluvarðhaldi vegna …
Fimm dög­um eft­ir mann­drápið sátu sjö manns í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Bend­ir hún í fram­hald­inu á að þung­ir dóm­ar í mann­dráps­mál­um þar sem brot eru fram­in í ölæði eða ein­hvers kon­ar ofsa­köst­um hafi eng­in varnaðaráhrif. „Mögu­leik­inn er ein­mitt í brot­um af þessu tagi [eins og Rauðagerðismál­inu] og ég held að það sé hluti af því að við sjá­um þessa þyng­ingu og við sjá­um þess­um sýknu­dóm­um snúið við.“

Hvernig skyldi Mar­grét þá meta þróun af­brota í ís­lensku sam­fé­lagi hin síðustu ár, frá alda­mót­um eða svo?

Hún bein­ir tal­inu að mann­dráp­um og öðrum al­var­legri af­brot­um. „Er ein­hver skýr upp­sveifla þarna, er tíðnina að aukast, er allt að versna?“ spyr hún. „Nei, við sjá­um að það er ekki al­veg þannig, en það sem við sjá­um er að það er meiri skipu­lagn­ing í brot­a­starf­semi hérna og það eru að mynd­ast ein­hverj­ir hóp­ar. Auðvitað hafa alltaf verið ein­hverj­ir glæpa­hóp­ar á Íslandi en sú þróun er að verða skýr­ari núna að það er orðið meira skipu­lag í þess­um brota­hóp­um,“ held­ur Mar­grét áfram.

Eng­in bein lína upp á við

Bend­ir hún á gögn lög­reglu máli sínu til stuðnings, einkum hvað varðar mann­dráp og al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Þar séu sveifl­ur upp og niður en eng­in bein lína upp á við, eng­an veg­inn sé hægt að segja að allt sé að fara á versta veg á Íslandi.

„Ef við lít­um til dæm­is á þetta fíkni­efna­mál sem nú var verið að fella þunga dóma í [Salt­dreifara­málið svo­kallaða, tveir 10 ára og tveir 12 ára dóm­ar] þá var það um­fangs­meira en við höf­um séð á Íslandi áður. Og all­ar upp­lýs­ing­ar sem eru að koma frá lög­regl­unni, grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, benda til að meira sé um skipu­lagða brot­a­starf­semi á Íslandi nú en áður. Þetta Rauðagerðismál er af­leiðing af því,“ seg­ir Mar­grét.

Margrét telur íslenskt lögreglulið vel í stakk búið til að …
Mar­grét tel­ur ís­lenskt lög­reglulið vel í stakk búið til að tak­ast á við sín verk­efni, fyr­ir utan að lög­regla á Íslandi sé of fáliðuð miðað við fjölg­un lands­manna og straum ferðamanna. mbl.is

Tel­ur hún ís­lenska lög­reglu vel í stakk búna til að mæta því breytta um­hverfi sem nú er í sjón­máli?

„Ég held að al­mennt séð sé ís­lensk lög­regla vel í stakk búin til að bregðast við þess­ari þróun, en auðvitað hef­ur það verið al­veg skýrt í nokk­urn tíma að hún er allt of fáliðuð á öll­um víg­stöðvum. Lög­reglu­menn á Íslandi eru of fá­menn­ir miðað við fjölg­un íbúa lands­ins og líka fjölg­un ferðamanna, þótt lög­regla sé vel búin tækni­lega og vel þjálfuð, þetta hef­ur verið rætt oft,“ seg­ir Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, af­brota­fræðing­ur og dós­ent í lög­reglu­fræðum, að lok­um.

mbl.is