Ekkert upplýst um skipulagða brotastarfsemi

Manndráp í Rauðagerði | 29. október 2022

Ekkert upplýst um skipulagða brotastarfsemi

„Rétt er að geta þess að einu tengslin við skipulagða brotastarfsemi sem upplýst hefur verið um í málinu eru þau að lögreglan gaf það út á blaðamannafundi um málið í mars 2021 að hún teldi brotaþola hafa verið tengdan skipulagðri brotastarfsemi.“

Ekkert upplýst um skipulagða brotastarfsemi

Manndráp í Rauðagerði | 29. október 2022

Oddgeir Einarsson hæstaréttarlögmaður fjærst en í miðju situr skjólstæðingur hans, …
Oddgeir Einarsson hæstaréttarlögmaður fjærst en í miðju situr skjólstæðingur hans, Angjelin Sterkaj, sem í gær hlaut 20 ára fangelsisdóm fyrir Landsrétti. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Rétt er að geta þess að einu tengsl­in við skipu­lagða brot­a­starf­semi sem upp­lýst hef­ur verið um í mál­inu eru þau að lög­regl­an gaf það út á blaðamanna­fundi um málið í mars 2021 að hún teldi brotaþola hafa verið tengd­an skipu­lagðri brot­a­starf­semi.“

„Rétt er að geta þess að einu tengsl­in við skipu­lagða brot­a­starf­semi sem upp­lýst hef­ur verið um í mál­inu eru þau að lög­regl­an gaf það út á blaðamanna­fundi um málið í mars 2021 að hún teldi brotaþola hafa verið tengd­an skipu­lagðri brot­a­starf­semi.“

Þetta seg­ir Odd­geir Ein­ars­son hæsta­rétt­ar­lögmaður í sam­tali við mbl.is, verj­andi Angj­el­in Sterkaj, sem í gær hlaut 20 ára dóm í Lands­rétti í Rauðagerðismál­inu svo­kallaða. Bregst Odd­geir þar við orðum Mar­grét­ar Valdi­mars­dótt­ur, af­brota­fræðings og dós­ents í lög­reglu­fræðum, sem ræddi við mbl.is um dóm­ana í gær.

Vís­ar Odd­geir til eft­ir­far­andi um­mæla Mar­grét­ar:

„Í mín­um huga snýst þetta um hvort þetta séu af­leiðing­ar skipu­lagðrar brot­a­starf­semi sem við sjá­um í þessu mann­drápi og fjöldi vís­bend­inga hníg­ur í þá átt. Þessi dóm­ur sem féll í dag er að senda þau skila­boð út í sam­fé­lagið að við líðum ekki svona – skipu­lagða brot­a­starf­semi sem er að enda í mann­dráps­mál­um, og við ætl­um að taka því mjög al­var­lega.“ 

Seg­ir hæsta­rétt­ar­lögmaður­inn hug­leiðing­ar um skipu­lagða brot­a­starf­semi ekki eiga við um sak­born­inga Rauðagerðismáls­ins. „Í mál­inu hef­ur ekk­ert verið upp­lýst um að nokk­ur sak­born­ing­anna sé viðriðinn skipu­lagða brot­a­starf­semi. Það að sak­born­ing­ar séu af er­lendu bergi brotn­ir jafn­gild­ir vit­an­lega ekki því að þeir séu í skipu­lagðri glæp­a­starf­semi,“ seg­ir Odd­geir.

Hlut­verk dóm­stóla ekki að senda skila­boð

Bend­ir hann jafn­framt á að í dómi Lands­rétt­ar komi það fram að brotaþoli og fé­lag­ar hans hafi haft í hót­un­um við Sterkaj. „Í gögn­um máls­ins sést að þar er um að ræða líf­láts­hót­an­ir sem ekki beind­ust aðeins gegn Angj­el­in held­ur einnig fjöl­skyldu hans,“ held­ur hann áfram.

„Það get­ur ekki verið rétt­læt­ing fyr­ir þyngri refs­ing­um sak­born­inga ef verknaður er af­leiðing hót­ana manna með tengsl við skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Um­mæli Mar­grét­ar um að með dómn­um sé verið að senda skila­boð út í sam­fé­lagið um að við líðum ekki skipu­lagða brot­a­starf­semi eru röng enda er hlut­verk dóm­stóla í saka­mál­um ekki að senda nein skila­boð held­ur dæma sam­kvæmt lög­um,“ seg­ir verj­and­inn.

Í þessu fel­ist að meta hvort sök sé haf­in yfir skyn­sam­leg­an vafa og mæla eft­ir at­vik­um fyr­ir um hæfi­lega refs­ingu í sam­ræmi við lög og dóma­for­dæmi.

„Hins veg­ar set­ur Alþingi lög sem dæma á eft­ir og ef til vill er hægt að líta svo á að breytt lög­gjöf sendi skila­boð út í sam­fé­lagið,“ seg­ir Odd­geir Ein­ars­son að lok­um.

mbl.is