Prótínrík málning slær í gegn

Föndur og afþreying | 30. október 2022

Prótínrík málning slær í gegn

Það getur reynt á hugmyndaflugið að finna upp á skemmtilegum hlutum sem halda börnunum uppteknum heima við. Breski bloggarinn Neha, sem kallar sig snarl drottninguna á Instagram, deildi nýlega skemmtilegri uppskrift að málningu sem börnin mega borða. 

Prótínrík málning slær í gegn

Föndur og afþreying | 30. október 2022

Ljósmynd/Pexels/Vlada Karpovich

Það get­ur reynt á hug­mynda­flugið að finna upp á skemmti­leg­um hlut­um sem halda börn­un­um upp­tekn­um heima við. Breski blogg­ar­inn Neha, sem kall­ar sig snarl drottn­ing­una á In­sta­gram, deildi ný­lega skemmti­legri upp­skrift að máln­ingu sem börn­in mega borða. 

Það get­ur reynt á hug­mynda­flugið að finna upp á skemmti­leg­um hlut­um sem halda börn­un­um upp­tekn­um heima við. Breski blogg­ar­inn Neha, sem kall­ar sig snarl drottn­ing­una á In­sta­gram, deildi ný­lega skemmti­legri upp­skrift að máln­ingu sem börn­in mega borða. 

Að mála er góð skemmt­un fyr­ir börn á öll­um aldri. Ef þú átt ekki máln­ingu heima, eða ef þú ert með ungt barn sem vill smakka á máln­ing­unni þá er þessi upp­skrift til­val­in fyr­ir þig. Það besta við upp­skrift­ina er að þú þarft aðeins tvö hrá­efni og flest­ir eiga þessi hrá­efni heima hjá sér. 

Það sem þú þarft er jóg­úrt að eig­in vali og mat­ar­lit­ir, en Neha seg­ist nota gríska jóg­úrt þar sem það gef­ur máln­ing­unni þykk­ari áferð. 

Ein­föld aðferð

Neha not­ar muff­ins­form og byrj­ar á því að setja nokkr­ar mat­skeiðar af grísku jóg­úr­ti í hvert form. Því næst bæt­ir hún nokkr­um drop­um af mat­ar­lit í hvern hluta og bland­ar vel sam­an. Útkom­an er pró­tín­rík máln­ing sem er full­kom­lega æt. 

„Við gerðum þetta í dag og son­ur minn skemmti sér vel. Hann endaði með því að mála fing­ur sína sem var svo auðvelt að þvo í burtu. Það frá­bæra við þetta er að ef yngri krakk­ar ákveða að sleikja máln­ing­una þá er hún al­veg æt,“ skrifaði Neha und­ir mynd­skeiðið. 

Upp­skrift­ina er einnig hægt að nota til að gera mat­ar­tím­ann skemmti­legri hjá yngstu börn­un­um. 

mbl.is