Páll mætir til yfirheyrslu í dag

Samherji í Namibíu | 1. nóvember 2022

Páll mætir til yfirheyrslu í dag

Páll Steingrímsson, skipstjóri Samherja, mun mæta til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag vegna kæru sem varðar meintar hótanir hans í garð blaðamanna sem fjölluðu um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Hann greinir sjálfur frá þessu í færslu á Facebook.

Páll mætir til yfirheyrslu í dag

Samherji í Namibíu | 1. nóvember 2022

Páll Steingrímsson er á leið í yfirheyrslu.
Páll Steingrímsson er á leið í yfirheyrslu. Samsett mynd

Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri Sam­herja, mun mæta til yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu í dag vegna kæru sem varðar meint­ar hót­an­ir hans í garð blaðamanna sem fjölluðu um hina svo­kölluðu „skæru­liðadeild“ Sam­herja. Hann grein­ir sjálf­ur frá þessu í færslu á Face­book.

Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri Sam­herja, mun mæta til yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu í dag vegna kæru sem varðar meint­ar hót­an­ir hans í garð blaðamanna sem fjölluðu um hina svo­kölluðu „skæru­liðadeild“ Sam­herja. Hann grein­ir sjálf­ur frá þessu í færslu á Face­book.

Þórður Snær Júlí­us­son er einn af blaðamönn­un­um en hann greindi frá kær­unni í grein á Kjarn­an­um, sem hann rit­stýr­ir.

Málið má rekja til þess að Þórður og fleiri blaðamenn fengu stöðu sak­born­ings vegna meintra brota á friðhelgi einka­lífs í tengsl­um við um­fjöll­un­ina um „skæru­liðadeild­ina“.

Páll, sem er einn af þeim starfs­mönn­um Sam­herja sem fjallað var um, lagði fram kæru til lög­regl­unn­ar en hann held­ur því fram að sím­an­um hans hafi verið stolið og gögn tek­in úr hon­um í aðdrag­anda um­fjöll­un­ar­inn­ar. Blaðamenn­irn­ir voru í kjöl­farið boðaðir í skýrslu­töku.

Í sam­ræmi við starfs­regl­ur að kæra hót­an­ir

Í grein á Kjarn­an­um sem birt­ist 20. sept­em­ber grein­ir Þórður Snær frá því að hann og fleiri fjöl­miðlamenn hafi kært Pál fyr­ir hót­un í þeirra garð sem barst í tölvu­pósti í júlí 2022. 

„Full ástæða var tal­in til að ef­ast stór­lega um dóm­greind manns­ins þegar kem­ur að okk­ur og þar af leið­andi varð að taka hót­un­ina al­var­lega. Var þar meðal ann­ars horft til þess að fyr­ir ligg­ur að Páll Stein­gríms­son hef­ur gefið það til kynna á sam­fé­lags­miðlum að hann sé ekki frá­hverf­ur því að nota skot­vopn á blaða­menn. Þá er það í sam­ræmi við starfs­regl­ur Kjarn­ans að kæra bein­ar hót­anir við aðstæður sem þess­ar,“ skrif­ar Þórður.

Fróðlegt að sjá gögn­in

Í færsl­unni sem Páll birti á Face­book í gær­kvöldi seg­ir hann að fróðlegt verði að sjá gögn sem staðfesti þess­ar ásak­an­ir.

„Tími okk­ar er líka tak­mörkuð auðlind sem þarf að nýta vel. Fyr­ir utan marg­vís­leg­an kostnað sem fylg­ir því að verj­ast ásök­un­um, sem flest­ir sjá og vita að eru lang­sótt­ar en auðvitað eru þess­ir blaðamenn ekki að gera neitt nema að reyna að kæla mig því ekki geta þeir svarað mér á ann­an hátt,“ skrif­ar Páll jafn­framt.

mbl.is