„Ég get ekki sýnt ruslakompur á heimilinu“

Heimilislíf | 3. nóvember 2022

„Ég get ekki sýnt ruslakompur á heimilinu“

Einar Kárason rithöfundur býr ásamt eiginkonu sinni, Hildi Baldursdóttur, í notalegri íbúð í Hlíðunum. Þau fluttu í íbúðina fyrir tæplega 26 árum ásamt dætrum sínum sem eru fjórar talsins.

„Ég get ekki sýnt ruslakompur á heimilinu“

Heimilislíf | 3. nóvember 2022

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 15:09
Loaded: 1.09%
Stream Type LIVE
Remaining Time 15:09
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ein­ar Kára­son rit­höf­und­ur býr ásamt eig­in­konu sinni, Hildi Bald­urs­dótt­ur, í nota­legri íbúð í Hlíðunum. Þau fluttu í íbúðina fyr­ir tæp­lega 26 árum ásamt dætr­um sín­um sem eru fjór­ar tals­ins.

Ein­ar Kára­son rit­höf­und­ur býr ásamt eig­in­konu sinni, Hildi Bald­urs­dótt­ur, í nota­legri íbúð í Hlíðunum. Þau fluttu í íbúðina fyr­ir tæp­lega 26 árum ásamt dætr­um sín­um sem eru fjór­ar tals­ins.

„Við bjugg­um miklu fleiri hérna fyrst. Við vor­um með pláss í kjall­ar­an­um. Þar sem dæt­ur okk­ar voru. Nú erum við bara þrjú eft­ir, við hjón­in og kisa. Hún er núm­er eitt í íbúðinni,“ seg­ir Ein­ar og það leyn­ir sér ekki að hon­um er hlýtt til katt­ar­ins. 

Heim­ili Ein­ars og Hild­ar er ekki bara heim­ili held­ur líka vinnustaður. Vinna Ein­ars fer fram á heim­il­inu á leynd­ar­dóms­full­um stað sem hann vill alls ekki sýna í þætt­in­um. 

„Ég get ekki sýnt ruslakomp­ur á heim­il­inu,“ seg­ir hann og hlær. 

Opið haf var ein­mitt skrifuð í ruslakomp­unni sem ekki er til sýn­is hér. Þar skrif­ar Ein­ar um mann­raun mikla þegar fiski­bát­ur hvolf­ir við Vest­manna­eyj­ar. Sá sem kemst lífs af nær að synda í land í vetr­ar­myrkri og kulda. 

Þegar Ein­ar er spurður að því hvort þau Hild­ur séu mikið að breyta seg­ir hann svo ekki vera. Hér sé hver hlut­ur á sín­um stað. 

„Við breyt­um aldrei neinu,“ seg­ir hann. 

mbl.is