81,9% sætanýting í október hjá Play

Flugfélagið Play | 7. nóvember 2022

81,9% sætanýting í október hjá Play

Play flutti 91.940 farþega í október og sætanýting var 81,9%, samborið við 81,5% í september. Um 35 % voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5% voru farþegar á leið til Íslands og 36,3% voru tengifarþegar.

81,9% sætanýting í október hjá Play

Flugfélagið Play | 7. nóvember 2022

Tæplega 92 farþegar ferðuðust með Play í október.
Tæplega 92 farþegar ferðuðust með Play í október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Play flutti 91.940 farþega í októ­ber og sæta­nýt­ing var 81,9%, sam­borið við 81,5% í sept­em­ber. Um 35 % voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5% voru farþegar á leið til Íslands og 36,3% voru tengif­arþegar.

Play flutti 91.940 farþega í októ­ber og sæta­nýt­ing var 81,9%, sam­borið við 81,5% í sept­em­ber. Um 35 % voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5% voru farþegar á leið til Íslands og 36,3% voru tengif­arþegar.

Í til­kynn­ingu frá Play seg­ir að al­menn eft­ir­spurn frá farþegum til Íslands hafi verið minni en bú­ast mátti við á síðustu mánuðum þar sem mörg hót­el hafi verið upp­bókuð og sömu­leiðis bíla­leigu­bíl­ar. Það hafi haft í för með sér fleiri tengif­arþega í stað farþega til Íslands, sem skili minni tekj­um. 

Þar seg­ir enn frem­ur að Play sjái nú aukna eft­ir­spurn meðal farþega á leið til lands­ins á næstu mánuðum þar sem ís­lensk ferðaþjón­usta hafi tals­vert meira svig­rúm til að taka við farþegum. 

Inn­eign­um ferðamanna hjá öðrum ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, sem feng­ust höfðu í far­aldr­in­um og nýtt­ar voru í mikl­um mæli á þessu ári, hef­ur fækkað til muna. Ferðamála­stofa spá­ir um 40% fleiri farþegum til lands­ins árið 2023 miðað við 2022 og Play sér ört vax­andi bók­un­ar­flæði til lands­ins inn í vet­ur­inn og næsta ár.

Stund­vísi 95,4% í októ­ber

„Í síðustu viku kynnt­um við árs­fjórðungs­upp­gjör Play fyr­ir þriðja árs­fjórðung 2022 og lít ég á það sem sann­kallað af­rek að svo ungt fyr­ir­tæki nái rekstr­ar­hagnaði við þær ytri aðstæður sem við höf­um stafað við. Meiri­hluti áfangastaða okk­ar var glærnýr í leiðakerf­inu og vörumerki Play því að mestu óþekkt á mörkuðum. Sæta­nýt­ing­in á þriðja árs­fjórðungi var 85% sem er mjög ásætt­an­legt og við bú­umst við góðri sæta­nýt­ingu næstu mánuði.

Það er líka mjög já­kvætt að við erum þegar far­in að sjá fjölg­un farþega til Íslands á næstu mánuðum. Okk­ar magnaði hóp­ur starfs­manna er kom­inn á fullt við að und­ir­búa það að færa enn út kví­arn­ar. Við erum að ráða fólk, fjór­ar flug­vél­ar eru á leið til okk­ar og nýir áfangastaðir eru að bæt­ast við. Ég lít spennt­ur til framtíðar því Play er að verða sterkt og arðbært lággjalda­flug­fé­lag með vax­andi tekju­grunn og ánægða viðskipta­vini,“ er haft eft­ir Birgi Jóns­syni, for­stjóra Play.

mbl.is