Var pínu stressuð að fljúga með Play

Miðaldra konan | 8. nóvember 2022

Var pínu stressuð að fljúga með Play

„Í október fór ég til Portúgal á fyrstu ráðstefnuna mína síðan fyrir Covid. Þetta er fasteignaráðstefna á vegum „Leading Real Estate Companies of the World“ sem er stærsta keðja sjálfstætt starfandi fasteignasala um allan heim með meðlimi í tæplega 80 löndum. Húsaskjól er eina íslenska fasteignasalan í keðjunni þar sem við erum á svo litlum markaði. Ég fór út sem fyrirlesari til að ræða mikilvægi jafnvægis í vinnu og einkalífi og einnig til að taka upp hluta af seríu fyrir þjálfunarhluta Leading Re sem verður nýttur fyrir aðra meðlimi keðjunnar. Að lokum keppti upplýsingakerfið mitt, sem ég er hannaði og fjármagnaði,  um bestu tæknilausnina í fasteignageiranum. Það er gífurlega mikilvægt að vera í alþjóðlegu samstarfi og að geta aðstoðað mína viðskiptavini við að kaupa og selja fasteignir í tæplega 80 löndum, sérstaklega þar sem ég þekki persónulega mjög marga af þessum fasteignasölum,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir, fasteignasali og miðaldra kona, í sínum nýjasta pistli: 

Var pínu stressuð að fljúga með Play

Miðaldra konan | 8. nóvember 2022

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona.
Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona.

„Í októ­ber fór ég til Portúgal á fyrstu ráðstefn­una mína síðan fyr­ir Covid. Þetta er fast­eignaráðstefna á veg­um „Lea­ding Real Esta­te Comp­anies of the World“ sem er stærsta keðja sjálf­stætt starf­andi fast­eigna­sala um all­an heim með meðlimi í tæp­lega 80 lönd­um. Húsa­skjól er eina ís­lenska fast­eigna­sal­an í keðjunni þar sem við erum á svo litl­um markaði. Ég fór út sem fyr­ir­les­ari til að ræða mik­il­vægi jafn­væg­is í vinnu og einka­lífi og einnig til að taka upp hluta af seríu fyr­ir þjálf­un­ar­hluta Lea­ding Re sem verður nýtt­ur fyr­ir aðra meðlimi keðjunn­ar. Að lok­um keppti upp­lýs­inga­kerfið mitt, sem ég er hannaði og fjár­magnaði,  um bestu tækni­lausn­ina í fast­eigna­geir­an­um. Það er gíf­ur­lega mik­il­vægt að vera í alþjóðlegu sam­starfi og að geta aðstoðað mína viðskipta­vini við að kaupa og selja fast­eign­ir í tæp­lega 80 lönd­um, sér­stak­lega þar sem ég þekki per­sónu­lega mjög marga af þess­um fast­eigna­söl­um,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir, fast­eigna­sali og miðaldra kona, í sín­um nýj­asta pistli: 

„Í októ­ber fór ég til Portúgal á fyrstu ráðstefn­una mína síðan fyr­ir Covid. Þetta er fast­eignaráðstefna á veg­um „Lea­ding Real Esta­te Comp­anies of the World“ sem er stærsta keðja sjálf­stætt starf­andi fast­eigna­sala um all­an heim með meðlimi í tæp­lega 80 lönd­um. Húsa­skjól er eina ís­lenska fast­eigna­sal­an í keðjunni þar sem við erum á svo litl­um markaði. Ég fór út sem fyr­ir­les­ari til að ræða mik­il­vægi jafn­væg­is í vinnu og einka­lífi og einnig til að taka upp hluta af seríu fyr­ir þjálf­un­ar­hluta Lea­ding Re sem verður nýtt­ur fyr­ir aðra meðlimi keðjunn­ar. Að lok­um keppti upp­lýs­inga­kerfið mitt, sem ég er hannaði og fjár­magnaði,  um bestu tækni­lausn­ina í fast­eigna­geir­an­um. Það er gíf­ur­lega mik­il­vægt að vera í alþjóðlegu sam­starfi og að geta aðstoðað mína viðskipta­vini við að kaupa og selja fast­eign­ir í tæp­lega 80 lönd­um, sér­stak­lega þar sem ég þekki per­sónu­lega mjög marga af þess­um fast­eigna­söl­um,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir, fast­eigna­sali og miðaldra kona, í sín­um nýj­asta pistli: 

Play flýg­ur beint til Lissa­bon á mánu­dög­um og föstu­dög­um og ráðstefn­an var frá fimmtu­degi til laug­ar­dags. Þarna voru góð ráð dýr. Ef ég ætlaði að taka eitt­hvert annað flug þá færi hvort sem heill dag­ur í hvorn legg þannig að ég gat al­veg eins farið aðeins fyrr og notið Lissa­bon með sjálfri mér.

Ég var pínu stressuð yfir þessu flugi þar sem ég hafði aldrei flogið með Play og hafði heyrt mis­jafn­ar sög­ur um flug­fé­lagið. Ég var ný­kom­in frá Ítal­íu þar sem ég æfði mig í að pakka létt og fór með eina hand­far­ang­ur­stösku. Það gekk svona glimr­andi vel og ég notaði ekki nema helm­ing­inn af því sem ég fór með. Því ákvað ég að ferðast líka létt til Portúgal og tók með litla hand­far­ang­ur­stösku, svo­kallaða fluffu, og einn lít­inn bak­poka.

Það geta ekki all­ir meikað það

Þegar ég var í Veróna á Ítal­íu fann ég gömlu listagyðjuna vakna. Ég ákvað að virkja innri lista­spíruna mína og verða dug­legri að fara á tón­leika, mynd­lista­sýn­ing­ar og leik­hús. Nokkuð sem ég setti á ís í Covid. Það var löng röð í tékk­in þannig að ég ákvað að spjalla aðeins við menn­ina fyr­ir aft­an mig. Þeir voru líka á leiðinni til Lissa­bon eins og ég (eðli­lega þar sem vél­in var að fljúga þangað). Ég sagðist ætla að stoppa stutt þar sem ég væri á leiðinni á ráðstefnu. Hvað ætlið þið að gera í Lissa­bon? Við erum að að fara að spila á tón­leik­um, sagði ann­ar þeirra. Áhuga­vert sagði ég, í hvaða hljóm­sveit eruð þið? Sig­ur Rós, Já ein­mitt, ég kann­ast við hana. Tví­tug­ur son­ur minn er ennþá með haus­poka yfir menn­ing­ar­leysi móður sinn­ar. En þetta horf­ir nú allt til betri veg­ar. Ég ætla að taka menn­ing­una á sama máta og lestr­ar­átakið mitt, fara reglu­lega á viðburði sem ég veit ekk­ert um og það er aldrei að vita nema ég nái líka frama sem menn­ing­ar- og lista­gagn­rýn­andi, rétt eins og bók­mennta­gagn­rýn­andi.

Er ég utan marka hjá Play og taka þeir tösk­una af mér?

Ég var pínu stressuð yfir þessu tösku­máli. Hvað ef hún er pínu­ogguponsu­lítið of stór? Þetta er nefni­lega ekk­ert „one size fits all“ hjá flug­fé­lög­um. All­ar áhyggj­ur mín­ar reynd­ust vera óþarfi. Það var nóg pláss fyr­ir tösk­una. Ég setti litlu fluff­una mína fyr­ir ofan sætið. Bak­pok­inn rann vel und­ir sætið fyr­ir fram­an og það var nóg pláss fyr­ir fæt­urna á mér. Ég er að vísu ekki nema 165 sm en oft er ansi þröngt í þess­um flug­vél­um og ég þakka alltaf fyr­ir að vera ekki at­vinnu­kona í NBA. Flugið var mjög þægi­legt og ég skildi hvert ein­asta orð af því sem flug­stjór­inn sagði. Það er sko ekki sjálf­gefið. Stund­um held ég að flug­stjór­ar séu sett­ir á tal­nám­skeið hjá sama aðila og kenn­ir lækn­um að skrifa. Flugliðarn­ir voru dá­sam­leg­ir og ég er mjög hrif­in af þess­um bún­ing­um. Þeir virka mjög þægi­leg­ir. Eft­ir þetta flug hlakka ég til að fara aft­ur með Play og get ekki annað en glaðst yfir því að við eig­um tvö frá­bær flug­fé­lög á þessu litla landi okk­ar.

Óvissu­ferð á hót­elið

Ég nota Book­ing mjög mikið og ég fékk til­kynn­ingu um að ég væri kom­in á Genius 2 level og fengi af­slátt af leigu­bíl. Ég gæti bókað hann fyr­ir fram og bíl­stjór­inn myndi bíða eft­ir mér með skilti með nafn­inu mínu í mót­töku­saln­um. Ég hef oft séð svona bíl­stjóra bíða eft­ir fólki en alltaf staðið í þeirri mein­ingu að þetta væri fyr­ir rokk­stjörn­ur og of­ur­fyr­ir­sæt­ur, ekki okk­ur venju­lega fólkið. Ég var fljót í gegn­um flug­völl­inn, enda þurfti ég ekki að bíða eft­ir tösku úr vél­inni, og dreif mig að hitta bíl­stjór­ann minn. Fyrsti maður­inn sem ég sá var með spjald sem á stóð Sig­ur Rós. Það var hins veg­ar eng­inn með spjald fyr­ir Ásdísi Ósk. Ég fór á mót­tökustaðinn. Pönt­un­in hafði eitt­hvað klikkað, þannig að ég neydd­ist til að fara í leigu­bílaröðina sem var álíka löng og biðröðin fyr­ir utan Apple þegar nýr iP­ho­ne kem­ur í sölu en sem bet­ur fer gekk hún ansi greitt. Ég fékk eldri leigu­bíl­stjóra. Hann spurði hvort ég talaði portú­gölsku, nei reynd­ar ekki en ég tala spænsku. Já sagði kapp­inn þetta er nú meira og minna sama tungu­málið. Eft­ir þessa bíl­ferð get ég vottað að svo er ekki. Hann hafði mjög gam­an af því að spjalla og spurði hvaðan ég væri. Frá Íslandi. Ja há sagði hann, er ekki landið að fyllt­ast af Rúss­um sagði hann, Rúss­um, nei, ég kann­ast ekki við það, sagði ég. Nú eruð þið ekki við landa­mær­in við Rúss­land svo hugsaði hann aðeins og sagði, já nei það er víst Finn­land, þið eruð þarna rétt hjá Ástr­al­íu. Já nei, sagði ég, ertu ekki að meina Nýja-Sjá­land. Já, kannski, sagði hann og brosti. Hvað ertu svo að gera hérna í Lissa­bon? Ég er á leiðinni á fast­eignaráðstefnu og vonaði að ég hefði munað rétt orð fyr­ir fast­eignaráðstefnu. Ha, for­dóm­aráðstefnu kom til baka frá kapp­an­um. Á þess­um tíma­punkti stressaðist ég pínu upp og hafði áhyggj­ur af því að hann myndi fara með mig þráðbeint í leyni­leg­ar höfuðstöðvar Ku klux klan. Ég brosti mínu blíðasta þrátt fyr­ir stressuð og sagði: Já, nei, ég er að selja hús. Ég komst á áfangastað og kvaddi karl­inn með virkt­um, að því marki sem ég gat.

Hvar á að gista?

Þegar ég ákvað að fara til Lissa­bon setti ég inn á Face­book hvernig væri best að fljúga og hvar ætti að gista. Þá kom í ljós að ansi marg­ir höfðu farið til Lissa­bon og flest­ir mæltu með Play. Ein mælti svo með hót­el­inu Palácio das Especiari­as. Ég kíkti á um­sagn­irn­ar á Book­ings og þau áttu eitt sam­merkt. Morg­un­mat­ur­inn væri einn sá besti sem þau hefðu smakkað. Það er lyk­il­atriði fyr­ir mig að fá góðan morg­un­mat. Ég ákvað því að bóka 2 næt­ur. Hót­elið stóð svo sann­ar­lega und­ir vænt­ing­um. Ég kom seint um kvöld og sú sem tékkaði mig inn fylgdi mér inn á her­bergið til að sýna mér hvernig þetta virkaði. Her­bergið var al­gjör­lega frá­bært. Mjög mik­il loft­hæð, fal­leg­ar ró­sett­ur í loft­inu og ljósakróna. Ég hafði pantaði her­bergi með svöl­um og út­sýni og varð svo sann­ar­lega ekki fyr­ir von­brigðum með það. Ég hlakkaði mikið til að fara í morg­un­mat­inn dag­inn eft­ir og vá hvað hann stóðst all­ar vænt­ing­ar. Þetta var eins og að fara í kon­ung­legt mat­ar­boð. Það eru nokk­ur her­bergi og mat­ur­inn er á nokkr­um svæðum, allt svo gott og þjón­ust­an dá­sam­leg. Sá næst­um því eft­ir að hafa bara bókað 2 næt­ur.

Hvað á að gera?

Einu sinni var ég rosa­lega upp­tek­in af því að gera allt þegar ég fór í styttri ferðir. Núna er ég meira í því að lalla um borg­ina og skoða mann­lífið. Ég bað strák­inn í mót­tök­unni að benda mér á eitt­hvað sniðugt. Mig langaði að rölta niður að á, kíkja á skemmti­leg­ar göt­ur og lif­andi mann­líf. Ég bað hann að skrifa bara niður á blað nokkr­ar ábend­ing­ar og ég myndi svo nota Google maps til að koma mér á milli staða. Ég er með það mark­mið að ganga ekki und­ir 10 km á dag í svona borg­ar­ferðum með reglu­bundn­um drykkj­ar og pissupás­um. Ég sá því enga ástæðu að taka með mér kort eða upp­lýs­ing­ar um hót­elið. Það var ekki eins og ég ætlaði að fara upp á fjall, bara rölta um og svo heim aft­ur.

Hvað dund­ar miðaldra kona sér við?

Þetta gekk nú bara ansi vel til að byrja með. Ég beygði til hægri og sá strax mjög flott kaffi­hús sem ég mæli ein­dregið með.  Fá­brica eru með mjög gott te og pottþétt líka kaffi (hef bara ekki náð tök­um á því ennþá frek­ar en áfengi) og virki­lega gott bakk­elsi. Ég sá að áin var þarna beint framund­an og rölti þangað niður eft­ir. Dá­sam­legt veður og all­ir kát­ir og hress­ir. Ég sá fullt af skemmti­leg­um stöðum og fann svo apó­tek og mundi að mig vantaði tann­krem þar sem ég gleymi að kaupa ferðat­ann­krem. Fann eitt lítið sem myndi smellpassa í hand­far­ang­ur en ákvað að skoða það bet­ur til ör­ygg­is. Það stóð end­ist í 12 tíma, sniðugt hugsaði ég, kon­an verður nú oft and­fúl á svona ferðalög­um. Ætli þetta sé ný teg­und þar sem ég kannaðist ekk­ert við þetta. Á bak­hliðinni sá ég mynd af tann­góm og lími, ah þetta er tann­lím sem end­ist í 12 tíma og ákvað að það væri best að fá aðstoð.

Baca­lau og dauður sími

Ég ákvað að fá mér salt­fisk í há­deg­is­mat. Ég mæli ekki með því að borða salt­fisk úti, það laðar að sér óheyri­leg­an fjölda af flug­um sem vilja bara vera í par­tíi með þér. Eft­ir frá­bær­an dag tók ég stefn­una heim, setti hót­elið í Google Maps og var ekki í nein­um vand­ræðum með að rata - al­veg þangað til sím­inn dó. Ég hafði verið svo for­sjál að taka með mér hleðslu­banka en eina vanda­málið var að hann var á hót­el­inu. Mæli ein­dregið með því að taka svo­leiðis með í dags­ferðir. Hann ger­ir meira gagn þar. Ég íhugaði að taka skjá­skot af Google Maps en áttaði mig á að það myndi lík­lega ekki gagn­ast ef sím­inn dæi. Sem ég var orðin mjög stressuð áttaði ég mig á því að ég stóð beint fyr­ir fast­eigna­sölu. Ég vatt mér inn og kannaði hvort að þau gætu hlaðið fyr­ir mig sím­ann sem dó akkúrat á þessu augna­bliki. Það reynd­ist meira en sjálfsagt.

Besti steik­arstaður­inn í Lis­bon?

Um kvöldið ákvað ég að forðast frek­ari æv­in­týri. Kíkti á Google Maps eft­ir stöðum sem væru í 5 mín­útna göngu­færi frá hót­el­inu. Ég datt inn á O Boteco, bras­il­ískt steik­hús sem var með það besta filet Mignon sem ég hef á æv­inni smakkað. Næst þegar ég fer til Lissa­bon þá mun ég fara þangað aft­ur.

Óvissu­ferð til Casca­is

Ég bað hót­elið að bóka fyr­ir mig leigu­bíl þrátt fyr­ir síðustu reynslu. Kona get­ur nú ekki verið óhepp­in tvisvar eða hvað? Bíl­stjór­inn spurði hvert ég væri að fara, ég gaf hon­um upp nafnið á hót­el­inu. Ég veit ekk­ert hvar þetta er, hvert er heim­il­is­fangið sagði kapp­inn. Ég gaf hon­um það. Ég veit ekk­ert hvar þetta er. Get­ur þú ekki lánað mér sím­ann þinn, kom næst. Nei, ekki al­veg til í það. Get­ur þú ekki bara googlað þetta. Nei, ég er ekki með svo­leiðis. Ein­mitt já. Ég ákvað því að það væri best að fá hót­elið til að bóka ann­an bíl­stjóra sem kom mér áfalla­laust á áfangastað.  Eft­ir spjall við heima­menn kom í ljós að flest­ir mæla með Uber frek­ar en leigu­bíl í Portúgal.

Ráð til að ferðast létt 

  1. Kaupið hand­far­ang­ur­stösku og passið að stærð henn­ar sé í sam­ræmi við regl­ur þar um hjá stærstu flug­fé­lög­un­um.
  2. Kaupið litla dalla, t.d. í Tiger, til að setja snyrti­vör­ur í, s.s. sjampó, hár­nær­ingu og dag­krem.
  3. Íhugið hvort það þurfi ör­ugg­lega förðun­ar­vör­ur og hversu mikið af þeim.
  4. Hafið létt­an bak­poka sem pass­ar und­ir eitt skóp­ar og aðrar nauðsynj­ar.
  5. Setjið upp lista yfir það sem á að fara með í ferðina.
  6. Hendið út 20% af list­an­um blákalt. Það er hægt að skola úr nær­föt­um og þess hátt­ar.
  7. Kaupið „dryfit“ fatnað sem lít­ur samt ekki út eins og þú sért að fara í rækt­ina. Ég mæli með að kíkja í Spor­tís, þar fékk ég bæði pils og bux­ur.
  8. Ef för­inni er heitið á ráðstefnu eða þörf er á spari­föt­um, takið þá með eitt skóp­ar sem pass­ar við öll ráðstefnu­föt­in. Þetta spar­ar gíf­ur­lega mikið töskupláss.



mbl.is