Adidas selur áfram Yeezy-skó

Kanye West | 10. nóvember 2022

Adidas selur áfram Yeezy-skó

Þýski íþróttavörurisinn Adidas mun halda áfram að selja Yeezy-skóna vinsælu sem fjöllistamaðurinn Kanye West hannaði fyrir fyrirtækið. Skórnir munu þó ekki vera seldir undir því merki og ekki með þeim merkingum, en mun hönnunin verða sú sama. 

Adidas selur áfram Yeezy-skó

Kanye West | 10. nóvember 2022

Adidas mun halda áfram að selja Yeezy-skó, en munu þeir …
Adidas mun halda áfram að selja Yeezy-skó, en munu þeir ekki verða seldir undir því nafni og fær Kanye West ekki krónu af hagnaðinum. AFP

Þýski íþrótta­vör­uris­inn Adi­das mun halda áfram að selja Yeezy-skóna vin­sælu sem fjöll­istamaður­inn Kanye West hannaði fyr­ir fyr­ir­tækið. Skórn­ir munu þó ekki vera seld­ir und­ir því merki og ekki með þeim merk­ing­um, en mun hönn­un­in verða sú sama. 

Þýski íþrótta­vör­uris­inn Adi­das mun halda áfram að selja Yeezy-skóna vin­sælu sem fjöll­istamaður­inn Kanye West hannaði fyr­ir fyr­ir­tækið. Skórn­ir munu þó ekki vera seld­ir und­ir því merki og ekki með þeim merk­ing­um, en mun hönn­un­in verða sú sama. 

Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir að Adi­das eigi rétt­inn á hönn­unni. Adi­das rifti samn­ingi sín­um við West í síðasta mánuði vegna and­gyðing­legra um­mæla hans á sam­fé­lags­miðlum og í fjöl­miðlum. 

Með því að halda áfram að selja skónna und­ir sínu eig­in vörumerkið spar­ar fyr­ir­tækið um 300 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í greiðslur til West og markaðssetn­ingu. 

Yeezy-lín­an var lyk­ilvara fyr­ir Adi­das og hef­ur fyr­ir­tækið tapað á því að segja upp samn­ingn­um við West. Var hagnaður­inn af sölu Yeezy-lín­unn­ar um tveir millj­arðar banda­ríkja­dala á síðasta ári og nam um 8% af árs­sölu fyr­ir­tæk­is­ins. 

Tapaði Adi­das um 250 millj­óna banda­ríkja­dala hagnaði á því að segja upp samn­ingn­um og 500 millj­óna banda­ríkja­dala veltu.

Adi­das til­kynnti í vik­unni að fyr­ir­hugað væri að ráða nýj­an for­stjóra til fyr­ir­tæk­is­ins, hinn norska Björn Guld­en, en hann er nú for­stjóri sam­keppn­isaðilans Puma.

mbl.is