Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mun ekki taka þátt í leiðtogafundi G20-ríkjanna, tuttugu helstu iðnríkja heims.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mun ekki taka þátt í leiðtogafundi G20-ríkjanna, tuttugu helstu iðnríkja heims.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mun ekki taka þátt í leiðtogafundi G20-ríkjanna, tuttugu helstu iðnríkja heims.
Fundurinn fer fram á Balí í Indónesíu í næstu viku. Þetta staðfesti sendiráð Rússlands í Jakarta, við fréttastofu AFP í morgun.
Áður höfðu ekki fengist staðfestingar á því að Pútín hyggist ekki mæta á fundinn. Hefði komið til þátttöku Pútíns, hefði hann verið undir sama þaki og Joe Biden Bandaríkjaforseti í fyrsta sinn frá innrás Rússa í Úkraínu.
Síðan þá hefur Biden kallað Pútín stríðsglæpamann og tekið fyrir að funda með Pútín í Balí, hefði hann kosið að mæta, nema til að ræða sérstaklega stöðu bandarískra fanga í Rússlandi.
„Ég get staðfest að utanríkisráðherra Sergei Lavrov mun leiða sendinefnd Rússlands á G20 fundinum. Aðkoma Pútíns er enn í skoðun, mögulegt er að hann taki þátt í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Yulia Tomskaía, prótókolstjóri sendiráðsins.