Baldwin leggur fram kæru til að hreinsa mannorðið

Alec Baldwin | 13. nóvember 2022

Baldwin leggur fram kæru til að hreinsa mannorðið

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur lagt fram kæru á hendur fjórum einstaklingum sem voru í tökuliði kvikmyndarinnar Rust þar sem slysaskot Baldwins varð yfirtökumanni myndarinnar, Halynu Hutchins, að bana í október á síðasta ári.

Baldwin leggur fram kæru til að hreinsa mannorðið

Alec Baldwin | 13. nóvember 2022

Alec Baldwin hefur verið kærður fyrir vanrækslu vegna voðaskotsins.
Alec Baldwin hefur verið kærður fyrir vanrækslu vegna voðaskotsins. AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Alec Baldw­in hef­ur lagt fram kæru á hend­ur fjór­um ein­stak­ling­um sem voru í tök­uliði kvik­mynd­ar­inn­ar Rust þar sem slysa­skot Baldw­ins varð yf­ir­töku­manni mynd­ar­inn­ar, Halynu Hutchins, að bana í októ­ber á síðasta ári.

Banda­ríski leik­ar­inn Alec Baldw­in hef­ur lagt fram kæru á hend­ur fjór­um ein­stak­ling­um sem voru í tök­uliði kvik­mynd­ar­inn­ar Rust þar sem slysa­skot Baldw­ins varð yf­ir­töku­manni mynd­ar­inn­ar, Halynu Hutchins, að bana í októ­ber á síðasta ári.

And­látið á tökustaðnum var mikið áfall fyr­ir ekki aðeins þau sem komu að mynd­inni, held­ur kvik­myndaiðnaðinn all­an.

Kæra Baldw­ins er á hend­ur vopna­verði úr leik­muna­deild mynd­ar­inn­ar, Hönnuh Gutier­rez-Reed; aðstoðarleik­stjóra mynd­ar­inn­ar, Dav­id Halls; yf­ir­manni leik­muna­deild­ar, Söruh Zachry og Seth Kenn­ey, sem annaðist inn­kaup vopna­búnaðar­ins sem notaður var á setti í mynd­inni og urðu Hutchins að bana.

Hafi ekki tryggt ör­ugg skot­vopn

Í kær­unni sak­ar Balw­in Gutier­rez-Reed um að hafa ekki tek­ist að staðfesta að Colt-sex­hleyp­an sem var notuð á æf­ing­unni ör­laga­ríku hafi reynst ör­ugg. Þar að auki hafi aðstoðarleik­stjór­inn Halls mistek­ist við at­hug­un á skot­vopn­inu sem var síðan komið í hend­ur Baldw­ins.

Þá hafi Zachry mistek­ist að tryggja að vopn í New Mex­ico-ríki Banda­ríkj­anna, þar sem mynd­in var skot­in, væru ör­ugg til notk­un­ar. Öll þeirra neita sök.

Með kær­unni er Baldw­in sagður vilja hreinsa eigið mann­orð, en hann ásamt öðrum sem voru viðstadd­ir slysið í fyrra, stend­ur í mála­ferl­um við Maimie Mitchell, sem fer fram á bæt­ur vegna „and­legs og lík­am­legs skaða“. Skotið hafnaði aðeins rúm­um metra frá Mitchell, sem slasaðist.

Baldw­in náði aft­ur á móti sam­komu­lagi við fjöl­skyldu Hutchins í síðasta mánuði.

mbl.is