„Þegar ég erfiða hugsa ég til fjölskyldunnar“

Fæðingar og fleira | 19. nóvember 2022

„Þegar ég erfiða hugsa ég til fjölskyldunnar“

Fyrir tæplega fjórum árum síðan umturnaðist líf Sigurjóns Ernis Sturlusonar þegar hann tók á móti dóttur sinni, Líf, með sambýliskonu sinni Simonu Vareikaité. Sigurjón segir föðurhlutverkið vera gríðarlega þroskandi, enda hafi það krafist þess að hann legði áherslu á gott hugarfar og væri tilbúinn að læra af mistökum sínum.

„Þegar ég erfiða hugsa ég til fjölskyldunnar“

Fæðingar og fleira | 19. nóvember 2022

Simona Vareikaité og Sigurjón Ernir Stuluson ásamt dóttur þeirra, Líf …
Simona Vareikaité og Sigurjón Ernir Stuluson ásamt dóttur þeirra, Líf Sigurjónsdóttur. Ljósmynd/Gunnhildur Lind

Fyr­ir tæp­lega fjór­um árum síðan um­turnaðist líf Sig­ur­jóns Ern­is Sturlu­son­ar þegar hann tók á móti dótt­ur sinni, Líf, með sam­býl­is­konu sinni Simonu Va­reikaité. Sig­ur­jón seg­ir föður­hlut­verkið vera gríðarlega þrosk­andi, enda hafi það kraf­ist þess að hann legði áherslu á gott hug­ar­far og væri til­bú­inn að læra af mis­tök­um sín­um.

Fyr­ir tæp­lega fjór­um árum síðan um­turnaðist líf Sig­ur­jóns Ern­is Sturlu­son­ar þegar hann tók á móti dótt­ur sinni, Líf, með sam­býl­is­konu sinni Simonu Va­reikaité. Sig­ur­jón seg­ir föður­hlut­verkið vera gríðarlega þrosk­andi, enda hafi það kraf­ist þess að hann legði áherslu á gott hug­ar­far og væri til­bú­inn að læra af mis­tök­um sín­um.

Sig­ur­jón er í hópi fremstu ut­an­vega­hlaup­ara hér á landi en hann tók þátt heims­meist­ara­mót­inu í fjalla­hlaup­um í Tæl­andi fyrr í þess­um mánuði. Það er óhætt að segja að líf Sig­ur­jóns hverf­ist um heilsu, en hann hef­ur mikla ástríðu fyr­ir því að aðstoða fólk við að ná ár­angri, bæði í hóp­tíma­stöðvum sín­um, Ultra­Form, en einnig við hlaup jafnt sem nær­ingu. 

Sig­ur­jón er íþrótta­fræðing­ur að mennt og hef­ur alla tíð haft mik­inn áhuga á hreyf­ingu. Hann var aðeins 13 ára gam­all þegar hann fór að hafa áhuga á nær­ingu og mataræði og hef­ur síðan þá verið að stúd­era allt sem við kem­ur heilsu. 

Það má því með sanni segja að Sig­ur­jón sé haf­sjór af fróðleik á sviði hreyf­ing­ar og mataræðis, en nú leyf­ir hann les­end­um að skyggn­ast inn í fjöl­skyldu­líf sitt og tal­ar meðal ann­ars um föður­hlut­verkið, upp­lif­un­ina að vera á hliðarlín­unni í fæðingu og upp­eldi dótt­ur sinn­ar. 

Fann ást­ina í æf­inga­saln­um

Það kem­ur lík­lega fæst­um á óvart að Sig­ur­jón hafi fundið ást­ina í æf­inga­saln­um. „Við Simona æfðum sam­an í Boot Camp í Elliðaár­daln­um, en ég sá hana fyrst þar. Svo fyr­ir til­vilj­un hitt­umst við nokkr­um mánuðum seinna á skemmti­stað niður í bæ og eft­ir það var ekki aft­ur snúið,“ seg­ir Sig­ur­jón. 

Sigurjón og Simona kynntust á Boot Camp æfingu.
Sig­ur­jón og Simona kynnt­ust á Boot Camp æf­ingu. Ljós­mynd/​Bjarni Bald­urs­son

Í dag búa Sig­ur­jón og Simona ásamt dótt­ur sinni í Grafar­holti, en þau deila óneit­an­lega mikl­um áhuga á öllu sem við kem­ur heilsu. Þau reka sam­an tvær Ultra­Form stöðvar, eina í Grafar­holti og aðra á Akra­nesi. 

For­gangs­röðunin gjör­breytt

Sig­ur­jón seg­ir meðgöngu Simonu hafa gengið vel. „Það var í raun ekk­ert til að kvarta und­an. Það sem gerði meðgöng­una svo góða var hversu vel hún náði að gera það sem hún elsk­ar að gera - að æfa og sinna heils­unni,“ seg­ir Sig­ur­jón. 

Hann lýs­ir upp­lif­un­inni að vera viðstadd­ur fæðingu dótt­ur sinn­ar sem magnaðri lífs­reynslu. „Ég gerði mitt besta til að peppa mína konu áfram, nudda hana í hríðum og veita henni alla þá aðstoð sem hún þurfti. Svo tvinnaði ég að sjálf­sögðu smá grín og glens inn í þess­ar ann­ars grafal­var­legu aðstæður,“ seg­ir Sig­ur­jón og hlær. 

Sig­ur­jón seg­ir lífið hafa gjör­breyst eft­ir að hann varð pabbi. „Eft­ir að Líf kom í heim­inn þá breytt­ist al­gjör­lega for­gangs­röðunin og það var í raun al­veg í takt við það sem ég hafði hugsað mér. Fyrstu mánuðina eft­ir að barn kem­ur í heim­inn er það að sjálf­sögðu alltaf meira hjá móður en föður þar sem ég get lítið fóðrað barn á sama hátt og móðir. Því var álagið alltaf mun meira á Simonu en nokk­urn tím­ann á mér,“ út­skýr­ir Sig­ur­jón. 

„Við sett­um í kjöl­farið all­an fókus á barnið og gerðum okk­ar besta til að hún fengi allt það sem hún þyrfti. Það er þó mik­il­vægt að hafa í huga að til þess að þú get­ir sinnt öðrum sem best þá þarft þú sjálf­ur að vera í lagi. Þar kem­ur lík­am­leg jafnt sem and­leg heilsa sterkt inn,“ bæt­ir hann við. 

Það er alltaf stutt í stuðið hjá feðginunum.
Það er alltaf stutt í stuðið hjá feðgin­un­um. Ljós­mynd/​Gunn­hild­ur Lind

„Við lær­um ekki öðru­vísi en að reyna“

„Það sem hef­ur klár­lega komið mér mest á óvart er það hve þrosk­andi það er að vera for­eldri. Þegar barn kem­ur í heim­inn og þú þarft að færa all­an fókus af þér yfir á barnið þá kem­ur ansi vel í ljós hversu góður þú ert að standa á eig­in fót­um og vinna í lausn­um þegar á reyn­ir,“ seg­ir Sig­ur­jón. 

„Ég tel mig vera ágæt­an í því og það sem flest­ir hafa gott af því að heyra er að við lær­um ekki öðru­vísi en að reyna, og oft þýðir það að við þurf­um að gera mis­tök. Það er eng­inn full­kom­lega til­bú­inn í for­eldra­hlut­verkið þegar að því kem­ur. Það þarf bara að tækla það og oft þarf maður bara að fylgja flæðinu og brosa þó að á móti blási,“ út­skýr­ir hann. 

Sig­ur­jón og Simona eru með marga bolta á lofti, en aðspurður seg­ir hann það ganga von­um fram­an að sam­tvinna hlaup­in, fyr­ir­tækja­rekst­ur og föður­hlut­verkið. „Ég kom Líf strax inn í hreyfi­heim­inn okk­ar og hún hef­ur al­ist upp í því um­hverfi. Frá því hún fædd­ist höf­um við tekið hana með okk­ur í bíl­skúr­inn okk­ar, sem er inn­réttaður sem lík­ams­rækt, og æft með hana með okk­ur,“ seg­ir Sig­ur­jón. 

„Við Simona höf­um náð að vinna vel sam­an, en þar sem hún starfar einnig hjá Ultra­Form þá get­um við unnið verk­efni sam­an og skipt með okk­ur hlut­verk­um. Þú hef­ur alltaf tíma fyr­ir það sem þér þykir mik­il­væg­ast og ef hreyf­ing og mataræði er þar fremst á lista þá er mjög auðvelt að sinna því,“ seg­ir Sig­ur­jón. 

Líf hefur fylgst með foreldrum sínum æfa og huga að …
Líf hef­ur fylgst með for­eldr­um sín­um æfa og huga að heils­unni frá því hún fædd­ist. Ljós­mynd/​Gunn­hild­ur Lind

Mik­il­vægt að hlusta á lík­amann

Þó verk­efn­in séu mörg og álagið oft mikið gefa Sig­ur­jón og Simona sér alltaf tíma til að slaka á og hlaða batte­rí­in. „Við slök­um á í okk­ar dag­legri rútínu, en það er ein­mitt hlut­ur sem vant­ar hjá ansi mörg­um. Við erum með hóp­tíma­stöð við hliðina á heim­ili okk­ar og einnig lík­ams­rækt­ar­stöð í bíl­skúrn­um þar sem við get­um fengið út­rás þegar við vilj­um. Við erum einnig með infrar­auða saunu og kald­an pott heima hjá okk­ur sem við not­um mjög reglu­lega,“ út­skýr­ir hann. 

„Ef við erum mjög þreytt þá ein­fald­lega leggj­um við okk­ur í 15 til 20 mín­út­ur á milli verk­efna. Eitt það vit­laus­asta sem við get­um gert er að hlusta ekki á lík­amann þegar kem­ur að hvíld. Ef þú lend­ir í því að ná ekki góðum næt­ur­svefni, líkt og ger­ist reglu­lega ef þú átt ungt barn, þá get­ur 15 til 20 mín­útna lögn gert ansi mikið fyr­ir orku­stigið og and­lega- og lík­am­lega líðan,“ seg­ir Sig­ur­jón. 

„Þetta er einn mesti kost­ur­inn við það að vera sjálf­stætt starf­andi, þú ræður því hvernig þú bygg­ir dag­inn þinn upp og hvenær þú vinn­ur og slak­ar á yfir dag­inn,“ seg­ir Sig­ur­jón og bæt­ir við að þau fari einnig reglu­lega er­lend­is, þó oft­ast í keppn­is­ferðir, en njóti þess líka að fara upp í sveit til að skipta um um­hverfi og hlaða batte­rí­in í sveita­sæl­unni. 

Miðla heil­brigðu líferni til dótt­ur sinn­ar

Sig­ur­jón seg­ist leggja mikið upp úr því að miðla heil­brigðu líferni til dótt­ur sinn­ar. „Ég el dótt­ur mína upp í um­hverfi þar sem reglu­leg hreyf­ing og hollt mataræði er til staðar í 90 til 95% til­fella. Ég mun halda áfram að kenna henni inn á heilsu og leyfa henni að velja hvaða leið hún vill fara þegar kem­ur að hreyf­ingu,“ út­skýr­ir Sig­ur­jón. 

Fjölskyldan afar lukkuleg í UltraForm stöð sinni.
Fjöl­skyld­an afar lukku­leg í Ultra­Form stöð sinni. Ljós­mynd/​Bjarni Bald­urs­son

Þegar kem­ur að mataræðinu legg­ur hann áherslu á að Líf fái góða nær­ingu og borði mest­megn­is al­vöru mat, en það gera þau með því að versla inn mat sem kem­ur frá jörðinni og lág­marka allt sem kem­ur í pakkn­ing­um og inni­held­ur þá jafn­vel mikið af inni­halds­efn­um. 

Þá eru agi og reglu­semi mik­il­væg­ur hluti af upp­eld­inu að mati Sig­ur­jóns. Hon­um þykir átak­an­legt að fylgj­ast með mál­fari og lífs­stíl margra barna í dag. „Krakk­ar láta orð frá sér sem flest­um full­orðnum ein­stak­ling­um myndi ekki detta í hug að segja og eru í mörg­um til­fell­um að borða mjög unn­in og nær­ing­arsnauðan mat, orku­drykki og annað drasl sem hef­ur ekki bara áhrif á þroska þeirra og vöxt held­ur ýtir líka und­ir allskyns lík­am­lega kvilla,“ seg­ir hann. 

Draum­ur­inn að kom­ast í sveit­ina

Framund­an eru mörg skemmti­leg verk­efni hjá fjöl­skyld­unni sem mun halda áfram að rækta heilsu sína. „Ég mun halda áfram að há­marka Ultra­Form stöðvarn­ar jafnt sem hlaupa- og nær­ing­arþjálf­un, og sam­hliða því halda áfram að hækka rána þegar kem­ur að æf­ing­um og keppn­um. Við eig­um okk­ur svo þann draum að setja upp lítið heils­árs­hús í Hval­fjarðarsveit þar sem við get­um vaknað við hliðina á belj­um og roll­um, jarðtengt alla daga og stokkið í sjó­inn eða upp á fjallið eins og við vilj­um,“ seg­ir Sig­ur­jón.

Hann bæt­ir við að stærstu mis­tök­in til þessa sé hversu langt maður­inn er kom­inn frá nátt­úr­unni. „Það á við um nær­ingu og hreyf­ingu jafnt sem tækniþróun und­an­far­in ár.“

Simona, Líf og Sigurjón kunna vel við sig í sveitinni.
Simona, Líf og Sig­ur­jón kunna vel við sig í sveit­inni. Ljós­mynd/​Gunn­hild­ur Lind
mbl.is