Tíu handteknir í tengslum við stunguárásina

Manndráp í Rauðagerði | 19. nóvember 2022

Tíu handteknir í tengslum við stunguárásina

Búið er að handtaka tíu einstaklinga sem tóku þátt í stunguárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club á fimmtudagskvöld og ákveðið hefur verið að fara fram á gæsluvarðhald yfir fimm þeirra.

Tíu handteknir í tengslum við stunguárásina

Manndráp í Rauðagerði | 19. nóvember 2022

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að hand­taka tíu ein­stak­linga sem tóku þátt í stungu­árás­inni á skemmti­staðnum Banka­stræti Club á fimmtu­dags­kvöld og ákveðið hef­ur verið að fara fram á gæslu­v­arðhald yfir fimm þeirra.

Búið er að hand­taka tíu ein­stak­linga sem tóku þátt í stungu­árás­inni á skemmti­staðnum Banka­stræti Club á fimmtu­dags­kvöld og ákveðið hef­ur verið að fara fram á gæslu­v­arðhald yfir fimm þeirra.

Þetta seg­ir Mar­geir Sveins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Spurður hvort ein­hverj­ir sem búið var að hand­taka hafi verið látn­ir laus­ir svar­ar Mar­geir því neit­andi. Þá seg­ir hann ekki vitað hvort ein­hverj­ir hafi reynt að flýja land.

Leit­in gengið ágæt­lega

Fram hef­ur komið að hátt í þrjá­tíu manns eigi aðild að mál­inu. Árás­in er rann­sökuð sem til­raun til mann­dráps.

Lög­regl­an reyn­ir nú að hafa uppi á þeim sem ekki hafa fund­ist, sem eru um 20 manns.

„Við erum búin að vera í þessu máli síðan þetta kom upp,“ seg­ir Mar­geir og bæt­ir við að leit­in í nótt hafi gengið ágæt­lega.

Ekk­ert bend­ir til tengsla við Rauðagerðismálið

Spurður hvort árás­in teng­ist Rauðagerðismál­inu á ein­hvern hátt seg­ir Mar­geir ekki vera vís­bend­ing­ar sem bendi til þess, en fjór­ir voru dæmd­ir í fang­elsi í því máli. 

„En það er eitt­hvað sem ég hef komið inn á að það verður skoðað hver ástæða þess­ar­ar árás­ar er og það get­ur verið að það leiði til þess, en það er ekk­ert sem bend­ir til þess svo sem.“

mbl.is