Hildur: „Mig langaði bara að lemja einhvern“

Hildur Guðnadóttir | 21. nóvember 2022

Hildur: „Mig langaði bara að lemja einhvern“

Það var sannarlega áskorun fyrir kvikmyndatónskáldið Hildi Guðnadóttur að semja tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking eins og hún lýsti í viðtali við Variety á dögunum. Þar segist Hildur hafa átt erfitt með að byrja að semja því að hana hefði bara langað til að berja einhvern. 

Hildur: „Mig langaði bara að lemja einhvern“

Hildur Guðnadóttir | 21. nóvember 2022

Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir Women Talking.
Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir Women Talking. AFP

Það var sann­ar­lega áskor­un fyr­ir kvik­myndatón­skáldið Hildi Guðna­dótt­ur að semja tón­list­ina fyr­ir kvik­mynd­ina Women Talk­ing eins og hún lýsti í viðtali við Variety á dög­un­um. Þar seg­ist Hild­ur hafa átt erfitt með að byrja að semja því að hana hefði bara langað til að berja ein­hvern. 

Það var sann­ar­lega áskor­un fyr­ir kvik­myndatón­skáldið Hildi Guðna­dótt­ur að semja tón­list­ina fyr­ir kvik­mynd­ina Women Talk­ing eins og hún lýsti í viðtali við Variety á dög­un­um. Þar seg­ist Hild­ur hafa átt erfitt með að byrja að semja því að hana hefði bara langað til að berja ein­hvern. 

Kvik­mynd­in Women Talk­ing fjall­ar um hóp kvenna sem eru ein­angraðar í trú­ar­legu sam­fé­lagi. Kon­urn­ar þurfa að taka ákvörðun um hvort þær ætli að vera áfram í sam­fé­lag­inu eða að reyna að yf­ir­gefa það eft­ir að hafa verið beitt­ar grófu kyn­ferðisof­beldi. 

Á frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar í Los Ang­eles á fimmtu­dag ræddi Hild­ur við fjöl­miðla og sagðist hafa átt erfitt með að byrja að semja tón­list­ina.

„Ég varð rosa­lega reið og leið fyr­ir hönd þessarra kvenna og það sem var gert við þær lamaði mig eig­in­lega. Ég gat ekki byrjað að nálg­ast tón­list­ina því ég var svo reið. Mig langaði ekki til að semja tónlist, mig langaði að lemja ein­hvern,“ sagði Hild­ur. 

Hún seg­ist hafa lært af per­són­um mynd­ar­inn­ar sem reiddu sig hver á aðra til að kom­ast áfram. „Ég lærði að það er miklu betra að reiða sig á von­ina og sam­fé­lagið,“ sagði Hild­ur. 

Women Talk­ing er mynd eft­ir Söruh Polley sem aðlagaði skáld­sögu Miriam Toews frá áriu 2018. Með aðal­hlut­verk fara Jessica Buckley, Claire Foy, Roo­ney Mara, Ben Wis­haw og Frances McDormand. 

Hild­ur er eitt fremsta tón­skáld Íslend­inga um þess­ari mund­ir en sem kunn­ugt er vann hún Óskar­sverðlaun árið 2020 fyr­ir tónlist sína í mynd­inni Joker. Hild­ur hef­ur einnig verið orðuð við Óskar­sverðlaun­in á næsta ári, ekki bara fyr­ir Women Talk­ing held­ur einnig fyr­ir mynd­ina Tár eft­ir Todd Field.

mbl.is