Hollywood eigi enn langt í land í MeToo-byltingunni

MeT­oo - #Ég líka | 23. nóvember 2022

Hollywood eigi enn langt í land í MeToo-byltingunni

Leikkonan Margot Robbie segir Hollywood enn eiga langt í land í MeToo-byltingunni, en þar þrífist enn kynferðisleg áreitni og misnotkun. 

Hollywood eigi enn langt í land í MeToo-byltingunni

MeT­oo - #Ég líka | 23. nóvember 2022

Ástralska leikkonan segir kynferðislega áreitni og misnotkun enn vera stórt …
Ástralska leikkonan segir kynferðislega áreitni og misnotkun enn vera stórt vandamál í Hollywood. AFP

Leik­kon­an Margot Robbie seg­ir Hollywood enn eiga langt í land í MeT­oo-bylt­ing­unni, en þar þríf­ist enn kyn­ferðis­leg áreitni og mis­notk­un. 

Leik­kon­an Margot Robbie seg­ir Hollywood enn eiga langt í land í MeT­oo-bylt­ing­unni, en þar þríf­ist enn kyn­ferðis­leg áreitni og mis­notk­un. 

MeT­oo-her­ferðin hófst í kjöl­far fjöl­margra ásak­ana um kyn­ferðisof­beldi á hend­ur kvik­mynda­fram­leiðand­ans Har­vey Wein­stein árið 2017, þar sem fjöl­marg­ar stjörn­ur, þar á meðal Gwyneth Paltrow, Jenni­fer Lawrence og Uma Thurm­an, sögðu frá reynslu sinni.

Wein­stein var dæmd­ur í 23 ára fang­elsi í New York-borg árið 2020 fyr­ir nauðgun og önn­ur kyn­ferðis­brot.

Síðan þá hafa kon­ur um all­an heim greint frá því á sam­fé­lags­miðlum að þær hafi orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni og kyn­ferðis­legu of­beldi und­ir myllu­merk­inu #MeT­oo. 

Aðal­vanda­málið sé „gráa svæðið“

Robbie seg­ir vanda­málið ekki vera leyst, en fram kem­ur á vef Daily Mail að hún hafi rætt um málið á bresku . „En þetta stefn­ir ör­ugg­lega í rétta átt,“ sagði leik­kon­an. Hún tel­ur aðal­vanda­málið við áreitni á vinnustað vera „gráa svæðið“ sem gerend­ur treysti á, en hún viður­kenn­ir að hafa ekki skilið það sjálf fyrr en hún lék í kvik­mynd­inni Bombs­hell árið 2019. 

Kvik­mynd­in er byggð á þeim ásök­un­um starfs­manna Fox News um kyn­ferðis­lega áreitni á hend­ur stofn­and­ans, Roger Ai­les. Robbie fór með hlut­verk Kayla Pospisil, en per­són­an var byggð á nokkr­um raun­veru­leg­um frá­sögn­um kvenna á vinnustaðnum. 

Hún seg­ir það hafa verið átak­an­legt að átta sig á því að of­beldið ætti sér stað á þessu gráa svæði sem menn eins og Roger Ai­les og Har­vey Wein­stein nýa sér. 

mbl.is