Fyrrverandi starfsmenn Yeezy og Adidas segja fjöllistamanninn Kanye West hafa sýnt þeim djarfar myndir af þáverandi eiginkonu sinni Kim Kardashian. Segja þeir eitrað andrúmsloft hafa verið á vinnustaðnum vegna West og að hann hafi meðal annars sýnt klám á fundum.
Fyrrverandi starfsmenn Yeezy og Adidas segja fjöllistamanninn Kanye West hafa sýnt þeim djarfar myndir af þáverandi eiginkonu sinni Kim Kardashian. Segja þeir eitrað andrúmsloft hafa verið á vinnustaðnum vegna West og að hann hafi meðal annars sýnt klám á fundum.
Fyrrverandi starfsmenn Yeezy og Adidas segja fjöllistamanninn Kanye West hafa sýnt þeim djarfar myndir af þáverandi eiginkonu sinni Kim Kardashian. Segja þeir eitrað andrúmsloft hafa verið á vinnustaðnum vegna West og að hann hafi meðal annars sýnt klám á fundum.
Þetta kemur fram í umfjöllun tímaritsins Rolling Stone sem ræddi við fjölda fólks sem unnið hefur undir West. Þar er því lýst þegar West bað unga konu sem vann undir honum að „hanna skó sem hann langaði til að ríða“.
Unga konan óskaði eftir að fara í leyfi í kjölfarið og var svo færð til í starfi innan Adidas í kjölfarið. Fyrrverandi starfsmenn sem tímaritið ræddi við sagði uppákomuna ekki vera einsdæmi og að á þeim áratug sem West vann með Adidas hafi slíkar uppákomur reglulega komið upp.
Segja starfsmennirnir hann hafa átt í hótunum við starfsólkið, hann hafi sýnt djarfar myndir af þáverandi eiginkonu sinni og beint kynferðislegri orðræðu að konum.
Adidas sleit samningi sínum við West fyrir um mánuði síðan vegna andgyðinglegrar orðræðu hans á samfélagsmiðlum og viðtölum.
Fyrrverandi starfsmenn sem unnu með honum að hönnun undir merkjum Yeezy hafa nú sent frá sér opið bréf til nýrra stjórnenda Adidas þar sem þeir segja að stjórnendur Adidas hafi verið meðvitaðir um hegðun West á meðan henni stóð.
„Það tók enginn ábyrgð. Erfiðar uppákomur áttu sér stað, þar sem stjórnendur voru inni í herberginu. Hátt settir stjórnendur, og það var ekkert gert. Maður þurfti samt að mæta í vinnuna daginn eftir,“ sagði einn fyrrverandi starfsmaður.