Leggur til 36% hækkun veiðigjalda

Veiðigjöld | 24. nóvember 2022

Leggur til 36% hækkun veiðigjalda

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, leggur til að veiðigjald hækki á næsta ári um 2,5 milljarða króna á nafnvirði miðað við núverandi áætlun næsta árs. Hækkunin leggst aðallega á uppsjávarútgerðirnar sem veiða síld, loðnu, kolmunna og makríl og er gert ráð fyrir að þær greiði 2,3 milljarða króna á árinu 2023 í stað þeirra 700 milljóna sem þær myndu greiða að óbreyttu.

Leggur til 36% hækkun veiðigjalda

Veiðigjöld | 24. nóvember 2022

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, leggur til að veiðigjöld hækki um 2,5 …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, leggur til að veiðigjöld hækki um 2,5 milljarða á næsta ári og að hækkunin leggist aðallega á uppsjávarútgerðirnar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, leggur til að veiðigjald hækki á næsta ári um 2,5 milljarða króna á nafnvirði miðað við núverandi áætlun næsta árs. Hækkunin leggst aðallega á uppsjávarútgerðirnar sem veiða síld, loðnu, kolmunna og makríl og er gert ráð fyrir að þær greiði 2,3 milljarða króna á árinu 2023 í stað þeirra 700 milljóna sem þær myndu greiða að óbreyttu.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, leggur til að veiðigjald hækki á næsta ári um 2,5 milljarða króna á nafnvirði miðað við núverandi áætlun næsta árs. Hækkunin leggst aðallega á uppsjávarútgerðirnar sem veiða síld, loðnu, kolmunna og makríl og er gert ráð fyrir að þær greiði 2,3 milljarða króna á árinu 2023 í stað þeirra 700 milljóna sem þær myndu greiða að óbreyttu.

Á grundvelli gildandi laga myndu útgerðirnar greiða í ríkissjóð sjö milljarða króna í veiðigjöld á næsta ári en samþykkir Alþingi breytinguna munu þær greiða 9,5 milljarða. Hækkunin nemur því tæplega 36%.

Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps um breytingu á lögum um veiðigjald sem birt hefur verið á vef Alþingis.

Hækkar en lækkar svo

Fullyrt er að samþykkt frumvarpsins auki stöðugleika í upphæð veiðigjalds og er lagt til að „séu skattalegar fyrningar samtals hærri en 20% af fyrningargrunni að viðbættum 200 millj. kr. skuli Skatturinn dreifa því sem umfram er á næstu fimm ár. Áætluð vaxtagjöld skulu nema sömu fjárhæð og þær fyrningar sem lagðar eru til grundvallar útreikningi á veiðigjaldi á ári hverju.“

Breytingin hefur í för með sér að „veiðigjald næstu ára verður hærra en áætlað var vegna þaksins en lægra árin þar á eftir, verði ekki gerðar frekari breytingar á lögum um veiðigjald, þar sem fyrningar sem að óbreyttu kæmu að fullu til frádráttar rekstrarkostnaði einstakra fyrirtækja næstu eitt til tvö árin dreifast yfir á fleiri ár og verða í gangi í allt að fimm ár,“ segir í greinargerðinni.

mbl.is