Staðfestir framboð 2024

Kanye West | 25. nóvember 2022

Staðfestir framboð 2024

Fjöllistamaðurinn Kanye West hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2024. 

Staðfestir framboð 2024

Kanye West | 25. nóvember 2022

Fjöllistamaðurinn Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til …
Fjöllistamaðurinn Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2024. AFP

Fjöll­istamaður­inn Kanye West hef­ur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram til for­seta Banda­ríkj­anna árið 2024. 

Fjöll­istamaður­inn Kanye West hef­ur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram til for­seta Banda­ríkj­anna árið 2024. 

West, sem breytti nafni sínu í Ye á síðasta ári, birti mynd­band af fram­boðsmerki sínu á sam­fé­lags­miðlum í dag og skrifaði und­ir Ye 24.

West seg­ist hafa beðið Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, að vera fé­lagi hans í fram­boðinu. Trump sjálf­ur til­kynnti ný­verið að hann ætlaði aft­ur að bjóða sig fram til for­seta árið 2024 eft­ir að Joe Biden hafði bet­ur í kosn­ing­un­um 2020.

Seg­ir Trump hafa öskrað

Þetta er í annað skipti sem West býður sig fram til for­seta, en hann gerði það síðast árið 2020. Hann hafði ekki er­indi sem erfiði og hlaut aðeins 70 þúsund at­kvæði á landsvísu. 

Fyrr í vik­unni sást West í heim­sókn í golf­klúbbi Trump, Mar-A-Lago í Flórída, ásamt Nick Fu­entes. 

Í mynd­bandi sem West nefndi Mar-A-Lago-skýrsl­an sagði West: „Trump byrjaði á að öskra á mig við borðið og sagði mér að ég myndi tapa. Hef­ur það nokk­urn tím­an virkað fyr­ir ein­hvern?“.

Gagn­rýnd­ur harðlega

Fram­boð Wests hef­ur verið gagn­rýnt í fjöl­miðlum í dag, en gustað hef­ur um fjöll­ista­mann­inn und­an­farna mánuði. 

Hef­ur hann verið gagn­rýnd­ur fyr­ir and­gyðing­leg um­mæli á sam­fé­lags­miðlum og í viðtöl­um. Var hann um tíma sett­ur í bann á Twitter og In­sta­gram vegna um­mæla sinna. Þá klædd­ist hann bol með áletr­un­inni hvít líf skipta máli (e. White Li­ves Matter) á tísku­vik­unni í Par­ís við lít­inn fögnuð. 

Hvert fyr­ir­tækið á eft­ir öðru hafa sagt upp samn­ing­um sín­um við hann, þar á meðal eru Gap, Adi­das og Balenciaga, auk þess sem viðskipta­banki hann rifti samn­ingi sín­um við hann. 

Í vik­unni fjallaði tíma­ritið Roll­ing Stone um ásak­an­ir gegn West. Fyrr­ver­andi starfs­menn Adi­das og Yeezy, sam­starfs­línu West og Adi­das, sögðu hann hafa viðhaldið eitruðu and­rúms­lofti á vinnustaðnum og meðal ann­ars sýnt klám á fund­um. Adi­das til­kynnti í kjöl­farið að ráðist yrði í rann­sókn á um­mæl­um fyrr­ver­andi starfs­manna. 

Kanye West bauð sig fram til forseta árið 2020 en …
Kanye West bauð sig fram til for­seta árið 2020 en hafði ekki er­indi sem erfiði. AFP

Bauð fram í tólf ríkj­um 2020

West varð ekki káp­an úr því klæðinu í síðustu for­seta­kosn­ing­um. Var hann of seinn að til­kynna fram­boð sitt og komst ekki á kjör­seðla í að minnsta kosti sex ríkj­um. 

Hélt hann aðeins einn kosn­inga­fund en á þeim fundi brast hann í grát og ræddi um þung­un­ar­rof. Sagði hann meðal ann­ars að hann og þáver­andi eig­in­kona hans, Kim Kar­dashi­an, hafi rætt þung­un­ar­rof þegar hún gekk með elstu dótt­ur þeirra, North. 

Þá greiddi hann aðeins fyr­ir tvær sjón­varpaug­lýs­ing­ar og komst í lok­in aðeins á fram­bjóðendal­ista í tólf ríkj­um. 

Nú virðist West hins veg­ar bú­inn að spenna á sig bæði belti og axla­bönd. Gaf hann til kynna að hann væri bú­inn að ráða Milo Yi­annopou­los, sem er hægri sinnaður stjórn­mála­skýr­andi frá Bretlandi, sem kosn­inga­stjóra sinn. Yi­annopou­los hef­ur meðal ann­ars unnið und­ir Mar­jorie Tayl­or Green, þing­konu re­públi­kana.

mbl.is