60 ára og eldri hvattir til bólusetninga

Bólusetningar við Covid-19 | 1. desember 2022

60 ára og eldri hvattir til bólusetninga

„Fólk 60 ára og eldra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er hvatt til að þiggja örvunarskammt af bóluefni við Covid-19 ef fjórir mánuðir eða meira eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Hægt er að fá bólusetningu á næstu heilsugæslustöð án endurgjalds.“

60 ára og eldri hvattir til bólusetninga

Bólusetningar við Covid-19 | 1. desember 2022

Fólk eldra en 60 ára og fólk með undirliggjandi sjúkdóma …
Fólk eldra en 60 ára og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er hvatt til að þiggja örvunarskammt af bóluefni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fólk 60 ára og eldra og fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma er hvatt til að þiggja örvun­ar­skammt af bólu­efni við Covid-19 ef fjór­ir mánuðir eða meira eru liðnir frá síðustu bólu­setn­ingu. Hægt er að fá bólu­setn­ingu á næstu heilsu­gæslu­stöð án end­ur­gjalds.“

„Fólk 60 ára og eldra og fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma er hvatt til að þiggja örvun­ar­skammt af bólu­efni við Covid-19 ef fjór­ir mánuðir eða meira eru liðnir frá síðustu bólu­setn­ingu. Hægt er að fá bólu­setn­ingu á næstu heilsu­gæslu­stöð án end­ur­gjalds.“

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá sótt­varna­lækni og Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins þar sem enn frem­ur er tæpt á því að örvun­ar­bólu­setn­ing veiti vernd gegn al­var­leg­um af­leiðing­um Covid-19.

Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins sér um bólu­setn­ing­ar á höfuðborg­ar­svæðinu en heil­brigðis­stofn­an­ir utan höfuðborg­ar­svæðis­ins munu ann­ast bólu­setn­ing­ar fyr­ir sína skjól­stæðinga.

Tekið er fram í til­kynn­ingu sótt­varna­lækn­is og heilsu­gæsl­unn­ar að bóka þurfi tíma í gegn­um mín­ar síður á Heilsu­veru eða sím­leiðis hjá hverri heilsu­gæslu­stöð. Enn frem­ur sé hægt að bóka tíma hjá Upp­lýs­inga­miðstöð Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins í síma 513-1700 og í gegn­um net­spjall Heilsu­veru.

Mis­jafnt sé milli stöðva hvaða tíma­setn­ing­ar eru í boði fyr­ir bólu­setn­ing­ar en um það má for­vitn­ast á vefsíðu hverr­ar stöðvar eða við tíma­bók­un.

Á vefn­um covid.is má svo leita upp­lýs­inga um auka­verk­an­ir vegna Covid-19-bólu­setn­ing­ar.

mbl.is