„Ég elska nasista“

Kanye West | 1. desember 2022

„Ég elska nasista“

Fjöllistamaðurinn Kanye West hefur vakið mikla reiði eftir að hann lýst yfir hrifningu sinni á nasistum og aðdáun á Adolf Hitler í streymi með samsæriskenningasmiðnum Alex Jones. 

„Ég elska nasista“

Kanye West | 1. desember 2022

Fjöllistamaðurinn Kanye West.
Fjöllistamaðurinn Kanye West. AFP/Saul Loeb

Fjöll­istamaður­inn Kanye West hef­ur vakið mikla reiði eft­ir að hann lýst yfir hrifn­ingu sinni á nas­ist­um og aðdáun á Ad­olf Hitler í streymi með sam­særis­kenn­inga­smiðnum Alex Jo­nes. 

Fjöll­istamaður­inn Kanye West hef­ur vakið mikla reiði eft­ir að hann lýst yfir hrifn­ingu sinni á nas­ist­um og aðdáun á Ad­olf Hitler í streymi með sam­særis­kenn­inga­smiðnum Alex Jo­nes. 

Viðtal­inu var streymt á miðli Jo­nes, In­foW­ars. West kom þar fram með svarta lambhús­hettu sem huldi al­veg and­lit hans og pre­dikaði um synd­ir, klám og djöf­ul­inn. 

„Mér lík­ar vel við Hitler,“ sagði West á ein­um tíma­punkti. Jo­nes sagðist þá einnig sjá góða hluti í Hitler. 

Jo­nes sagði þó að nas­ist­ar hefðu verið glæpa­menn og að þeir hefðu gert skelfi­lega hluti.

„En þeir gerðu líka góða hluti. Við þurf­um að hætta að tala alltaf illa um nas­ista... Ég elska nas­ista,“ sagði West þá. 

West hef­ur talað op­in­skátt um geðsjúk­dóma sem hann hef­ur glímt við.

Í síðustu viku til­kynnti hann fram­boð sitt til for­seta árið 2024.

mbl.is