Ekki viljað Jóni Baldvini illt

Jón Baldvin Hannibalsson | 2. desember 2022

Ekki viljað Jóni Baldvini illt

Landsréttur tekur fram í dómsúrskurði sínum að ekkert haldbært hafi komið fram, sem með réttu verður talið benda til þess að Carmen Jóhannsdóttir eða móðir hennar hafi borið þungan hug til ákærða eða viljað honum illt. 

Ekki viljað Jóni Baldvini illt

Jón Baldvin Hannibalsson | 2. desember 2022

Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni. Jón Baldvin …
Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni. Jón Baldvin var sakfelldur í Landsrétti í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Lands­rétt­ur tek­ur fram í dóms­úrsk­urði sín­um að ekk­ert hald­bært hafi komið fram, sem með réttu verður talið benda til þess að Car­men Jó­hanns­dótt­ir eða móðir henn­ar hafi borið þung­an hug til ákærða eða viljað hon­um illt. 

Lands­rétt­ur tek­ur fram í dóms­úrsk­urði sín­um að ekk­ert hald­bært hafi komið fram, sem með réttu verður talið benda til þess að Car­men Jó­hanns­dótt­ir eða móðir henn­ar hafi borið þung­an hug til ákærða eða viljað hon­um illt. 

Á þessu var meðal ann­ars byggt þegar Lands­rétt­ur sak­felldi Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ráðherra og sendi­herra, fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn Car­men Jó­hanns­dótt­ur á heim­ili Jóns Bald­vins í Salobreña á Spáni. Litið var til þess að Car­men hefði ekk­ert þekkt Jón Bald­vin áður en at­vikið, sem dóm­ur­inn tók af­stöðu til, gerðist.

Ákæru­valdið var talið hafa fært á það sönn­ur með trú­verðugum framb­urði brotaþola og móður henn­ar gegn neit­un Jóns Bald­vins. Móðir brotaþol­ans gaf viðbót­ar­skýrslu fyr­ir Lands­rétti.

Fjöldi stroka ekki tal­inn skipta máli

Í héraðsdómi var framb­urður Car­men­ar og vitna sem tóku und­ir henn­ar málstað tal­inn óstöðugur, meðal ann­ars vegna þess að hún gat ekki sagt hve oft Jón strauk upp og niður bak­hluta henn­ar og ná­kvæma tíma­setn­ingu at­viks­ins.

Lands­rétt­ur gef­ur lítið fyr­ir þær máls­ástæður og seg­ir í úr­lausn dóms­ins: „Ekki þykir held­ur draga úr sönn­un­ar­gildi framb­urðar brotaþola að hún hafi ekki með vissu getað borið um ná­kvæm­an fjölda stroka ákærða.“

Brotaþoli og móðir staðfast­ar í framb­urði

Þá er einnig sagt að ekki verði dregn­ar sér­stak­ar álykt­an­ir vegna trú­verðug­leika Jóns og vitn­anna, enda sé um að ræða hvers­dags­lega hluti sem all­ur gang­ur sé á hvort fólk veiti at­hygli og festi sér í minni. 

Taldi Lands­rétt­ur brotaþola og móður henn­ar hafa frá upp­hafi verið staðfast­ar í framb­urði sín­um um að Jón Bald­vin hefði strokið upp og niður bak­hluta Car­men­ar. Framb­urður vitna sem sögðust ekki hafa séð at­vikið var ekki tal­inn með réttu met­in svo að í hon­um fæl­ist að úti­lokað væri að Jón Bald­vin hefði sýnt af sér hátt­sem­ina.

Jón Bald­vin hyggst sækja um áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar.

mbl.is