Um 150 skjálftar hafa verið skráðir á skjálftasíðu Veðurstofunnar í fjöllunum ofan við Mýrar í Borgarfirði frá því að skjálftavirkni hófst þar á síðasta ári. Skjálfti af stærðinni 2,6 varð 1. desember og er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á þessum slóðum á árinu.
Um 150 skjálftar hafa verið skráðir á skjálftasíðu Veðurstofunnar í fjöllunum ofan við Mýrar í Borgarfirði frá því að skjálftavirkni hófst þar á síðasta ári. Skjálfti af stærðinni 2,6 varð 1. desember og er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á þessum slóðum á árinu.
Um 150 skjálftar hafa verið skráðir á skjálftasíðu Veðurstofunnar í fjöllunum ofan við Mýrar í Borgarfirði frá því að skjálftavirkni hófst þar á síðasta ári. Skjálfti af stærðinni 2,6 varð 1. desember og er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á þessum slóðum á árinu.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. Talið er að um skjálftahrinu sé að ræða, en hún sé þó ekki öflug né skjálftarnir tíðir. Á svæðinu er langt í næstu skjálftamæla og megi því gera ráð fyrir að minnstu skjálftarnir mælist ekki.
Upptök skjálftanna eru við Grjótárvatn og Dagmálafjall, en á svæðinu er virkt eldstöðvarkerfi sem tilheyrir Ljósufjallaeldstöðinni.
Litlar móbergsmyndanir finnast á svæðinu sem eru sagðar vera til marks um eldsumbrot undir ísaldarjökli.