Fjarlægja Kanye-flúr án endurgjalds

Kanye West | 5. desember 2022

Fjarlægja Kanye-flúr án endurgjalds

Stofa sem sérhæfir sig í að fjarlægja húðflúr í London á Bretlandi býður fólk með húðflúr sem tengjast fjöllistamanninum Kanye West að láta fjarlægja húðflúr sín án endurgjalds. Hatursfull ummæli Wests í garð gyðinga voru kveikjan að hugmyndinni, en stofan NAAMA byrjaði að auglýsa fría tíma um miðjan nóvember. 

Fjarlægja Kanye-flúr án endurgjalds

Kanye West | 5. desember 2022

Fólk getur látið fjarlægja Kanye-húðflúrin sín án endurgjalds.
Fólk getur látið fjarlægja Kanye-húðflúrin sín án endurgjalds. Skjáskot/Instagram

Stofa sem sér­hæf­ir sig í að fjar­lægja húðflúr í London á Bretlandi býður fólk með húðflúr sem tengj­ast fjöll­ista­mann­in­um Kanye West að láta fjar­lægja húðflúr sín án end­ur­gjalds. Hat­urs­full um­mæli Wests í garð gyðinga voru kveikj­an að hug­mynd­inni, en stof­an NA­AMA byrjaði að aug­lýsa fría tíma um miðjan nóv­em­ber. 

Stofa sem sér­hæf­ir sig í að fjar­lægja húðflúr í London á Bretlandi býður fólk með húðflúr sem tengj­ast fjöll­ista­mann­in­um Kanye West að láta fjar­lægja húðflúr sín án end­ur­gjalds. Hat­urs­full um­mæli Wests í garð gyðinga voru kveikj­an að hug­mynd­inni, en stof­an NA­AMA byrjaði að aug­lýsa fría tíma um miðjan nóv­em­ber. 

Í sam­tali við frétta­stofu CNN sagði fram­kvæmda­stjór­inn, Bri­ony Garbett, að nú þegar hefðu þrír byrjað í ferl­inu að láta fjar­lægja húðflúr sín sem tengd­ust West og tíu aðrir bókað tíma. „Það virðast vera nokkr­ir fyrr­ver­andi aðdá­end­ur hans sem sjá eft­ir húðflúr­um sín­um,“ sagði hann enn frem­ur. 

Stof­an aug­lýsti gjald­frjálsu tím­ana áður en West tók að lof­sama Ad­olf Hitler á Twitter, en hann var sett­ur í bann á miðlin­um í kjöl­farið. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by NA­AMA (@na­am­astudi­os)

„Þegar þú færð inn­blást­ur að húðflúri frá ein­hverj­um sem þú hef­ur mikl­ar mæt­ur á, og svo er farið að slá upp fyr­ir­sögn­um í fjöl­miðlum um þessa mann­eskju af röng­um ástæðum, þá er það ekki endi­lega eitt­hvað sem fólk vill hafa á lík­ama sín­um,“ sagði Garbett og bætti við að þau vildu hjálpa fólki sem skamm­ast sín fyr­ir Kanye-húðflúr­in sín.

Ein af þeim sem læt­ur nú fjar­lægja húðflúr sitt hjá NA­AMA hef­ur orðið fyr­ir aðkasti á sam­fé­lags­miðlum fyr­ir Kanye-húðflúr sitt.

Það get­ur kostað allt að 350 þúsund krón­ur að láta fjar­lægja húðflúr, en það fer eft­ir stærð flúrs­ins hversu mikið það kost­ar.

mbl.is