Hugleikur og Ilmur verða kynnar

Hugleikur og Ilmur verða kynnar

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fara fram hér á landi í Hörpu næstkomandi laugardag. Mikill heiður fylgir því að fá að halda hátíðina en annað hvert ár er hún haldin í Berlín en þess á milli í öðrum evrópskum borgum. Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum en Unnsteinn Manúel Stefánsson er listrænn stjórnandi. 

Hugleikur og Ilmur verða kynnar

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2022 | 7. desember 2022

Hugleikur Dagsson og Ilmur Kristjánsdóttir verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.
Hugleikur Dagsson og Ilmur Kristjánsdóttir verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in fara fram hér á landi í Hörpu næst­kom­andi laug­ar­dag. Mik­ill heiður fylg­ir því að fá að halda hátíðina en annað hvert ár er hún hald­in í Berlín en þess á milli í öðrum evr­ópsk­um borg­um. Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir og Hug­leik­ur Dags­son verða kynn­ar á Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­un­um en Unn­steinn Manú­el Stef­áns­son er list­rænn stjórn­andi. 

Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in fara fram hér á landi í Hörpu næst­kom­andi laug­ar­dag. Mik­ill heiður fylg­ir því að fá að halda hátíðina en annað hvert ár er hún hald­in í Berlín en þess á milli í öðrum evr­ópsk­um borg­um. Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir og Hug­leik­ur Dags­son verða kynn­ar á Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­un­um en Unn­steinn Manú­el Stef­áns­son er list­rænn stjórn­andi. 

Marg­ir þekkt­ir leik­stjór­ar og leik­ar­ar munu sækja landið heim en einnig má bú­ast við um 700 er­lend­um gest­um og um 100 er­lend­um blaðamönn­um. Kvik­mynd­in Triangle of Sa­dness hef­ur slegið í gegn hér á landi en sænski leik­stjór­inn Ru­ben Östlund er til­nefnd­ur fyr­ir bestu evr­ópsku kvik­mynd­ina, besta leik­stjór­ann og besta hand­ritið fyr­ir kvik­mynd­ina. Með hon­um í för verða leik­ar­arn­ir Vicki Berl­in, Sunnyi Mell­es og Zl­at­ko Burić sem til­nefnd­ur er sem besti evr­ópski leik­ar­inn fyr­ir hlut­verk sitt í mynd­inni. 

Einnig má nefna frönsku leik­kon­una Léa Seydoux sem er þekkt fyr­ir leik sinn í James Bond kvik­mynd­inni, No Time to Die, og kvik­mynd Qu­ent­in Tar­ant­ino, Inglouri­ous Basterds. Hún er nú til­nefnd sem besta evr­ópska leik­kon­an fyr­ir hlut­verk sitt í mynd­inni One Fine Morn­ing.  

Sænska fant­asíu­mynd­in Mæri var sýnd hér á landi fyr­ir nokkr­um árum og vakti mikla at­hygli. Leik­stjóri henn­ar, Ali Abbassi er til­nefn­ur fyr­ir bestu evr­ópsku kvik­mynd­ina, besta leik­stjór­ann og besta hand­ritið fyr­ir nýj­ustu kvik­mynd sína Holy Spi­der. Mynd­in fjall­ar um rann­sókn­ar­blaðakonu sem flétt­ast inn í vef raðmorðingja í heil­ögu borg­inni Mashhad í Íran, þar sem vænd­is­kon­ur eru fórn­ar­lömb hrotta­feng­inna árása. 

Ilm­ur mun klæðast for­láta kjól úr línu Stein­unn­ar Sig­urðardótt­ur frá ár­inu 2008. Kjól­inn er safn­grip­ur sem hef­ur verið sýnd­ur á söfn­um víðs veg­ar um heim­inn. Ásamt kjóln­um mun Ilm­ur klæðast slá úr efni sem Guðrún Vig­fús­dótt­ir óf á sjö­unda ára­tugn­um en hún rak vef­stofu á Ísaf­irði. Efnið er ís­lensk ull og slá­in hönnuð í sam­ein­ingu af barna­barni Guðrún­ar, Guðrúnu Sturlu­dótt­ur og Stein­unni Sig­urðardótt­ir.  

Meðal annarra kynna má nefna danska leik­ar­ann Ni­kolaj Coster-Waldau sem er einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í sjón­varpsþátt­un­um Game of Thrones og í kvik­mynd­inni Obli­vi­on. 

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, INNI music og GusGus munu sjá um tón­list­ina á hátíðinni. 

Evr­ópska kvik­mynda­aka­demí­an leit­ast við að styðja og tengja sam­an 4.400 meðlimi sína ásamt því að kynna verk þeirra. Mark­miðið er að miðla þekk­ingu og fræða áhorf­end­ur á öll­um aldri um evr­ópska kvik­mynda­gerð. Verðlaun­in eru þau þekkt­ustu og virt­ustu í evr­ópskri kvik­mynda­gerð og verða í beinni út­send­ingu í 24 lönd­um á laug­ar­dags­kvöldið. 

Hugleikur Dagsson, Unnsteinn Manúel og Ilmur Kristjánsdóttir.
Hug­leik­ur Dags­son, Unn­steinn Manú­el og Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar
mbl.is