Ástfangin af samstarfsmanni – hvað er til ráða?

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 11. desember 2022

Ástfangin af samstarfsmanni – hvað er til ráða?

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem er heit fyrir yfirmanni sínum og veit ekki hvað er til ráða. 

Ástfangin af samstarfsmanni – hvað er til ráða?

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 11. desember 2022

Izumi/Unsplash

Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er heit fyr­ir yf­ir­manni sín­um og veit ekki hvað er til ráða. 

Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er heit fyr­ir yf­ir­manni sín­um og veit ekki hvað er til ráða. 

Hæhó! 

Ég byrjaði í nýrri vinnu fyr­ir 6 mánuðum síðan. Á þessu hálfa ári hef ég orðið mjög náin ein­um manni. Hann er rúm­um tíu árum eldri en ég og er í mill­i­stjórn­enda­stöðu í fyr­ir­tæk­inu. Hann er samt ekki beinn yf­ir­maður minn. Hrifn­ing­in er gagn­kvæm og hann er bú­inn að segja mér að hann langi til að taka sam­band okk­ar, sem er bara vinnu­sam­band eins og er, á næsta stig. Ég er frek­ar óviss með þetta allt, því þó ég sé hrif­in af hon­um, þá vil ég líka hugsa um framtíð mína í vinn­unni. Ég er búin að mennta mig í þessu fagi og lang­ar til að ná langt. Ég vil ekki að sam­bandið hafi áhrif á vinn­una mína. Í fyr­ir­tæk­inu sem við vinn­um hjá er ekk­ert sem bann­ar það að starfs­fólk dragi sig sam­an, ég er búin að spyrj­ast fyr­ir um það. Hvað ætti ég að gera?

Kveðja, PK

Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdi­mar Þór Svavars­son fyr­ir­les­ari og ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu.

Góðan dag­inn og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Það er með þetta eins og svo margt annað að í flest­um til­vik­um er bein­lín­is óráðlegt að gefa öðrum ráð. Á end­an­um stend­ur maður og fell­ur með eig­in ákvörðunum og aðrir geta ekki tekið þær fyr­ir mann. Við stönd­um öll frammi fyr­ir því að þurfa að taka ákv­arðanir og velja á milli mögu­leika á hverj­um degi. Það sem veld­ur mest­um erfiðleik­um er tím­inn sem líður á meðan við höf­um ekki tekið ákvörðun, óviss­an er erfiðust. Þegar búið er að taka ákvörðun mun svo tím­inn ein­fald­lega leiða í ljós hvaða lær­dóm má draga af ákvörðun­inni sem var tek­in. Það er varla neitt til sem heit­ir „röng ákvörðun“, ekki nema þær sem bein­lín­is skaða aðra. Ákvörðun er bara ákvörðun og svo lær­ir maður eitt­hvað af henni eða ekki.

Það get­ur eng­inn spáð fyr­ir um hvaða af­leiðing­ar verða af ákvörðun­inni sem þú ert að velta fyr­ir þér. Hvort sam­band gangi eða ekki leiðir tím­inn í ljós, hvort þetta hef­ur áhrif á vinn­una þína eða ekki mun tím­inn líka leiða í ljós. Stund­um er sagt að þegar maður er að leita að svari við ákvörðunum þá eigi maður að segja já, nei eða bíða. Þú þarft kannski að velta því fyr­ir þér hvað inn­sæið er að segja þér í þessu til­viki og taka ákvörðun­ina út frá því, fyr­ir hverju finn­ur þú frið. Það hef­ur reynst best á end­an­um.

Kær kveðja, 

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mar spurn­ingu HÉR. 

mbl.is