Helgi í Góu segist hafa gert mistök

MeT­oo - #Ég líka | 15. desember 2022

Helgi í Góu segist hafa gert mistök

Helgi Vilhjálmsson, oft kallaður Helgi í Góu, hefur sent út tilkynningu til fjölmiðla vegna ásakana um að hafa kynferðislega áreitt starfsmann fyrirtækis síns.

Helgi í Góu segist hafa gert mistök

MeT­oo - #Ég líka | 15. desember 2022

Helgi í Góu segist biðja Katrínu Lóu afsökunar.
Helgi í Góu segist biðja Katrínu Lóu afsökunar. mbl.is/Árni Sæberg

Helgi Vil­hjálms­son, oft kallaður Helgi í Góu, hef­ur sent út til­kynn­ingu til fjöl­miðla vegna ásak­ana um að hafa kyn­ferðis­lega áreitt starfs­mann fyr­ir­tæk­is síns.

Helgi Vil­hjálms­son, oft kallaður Helgi í Góu, hef­ur sent út til­kynn­ingu til fjöl­miðla vegna ásak­ana um að hafa kyn­ferðis­lega áreitt starfs­mann fyr­ir­tæk­is síns.

Til­kynn­ing­in er aðeins tvær máls­grein­ar en sam­kvæmt því sem mbl.is hef­ur fengið staðfest er hún orðrétt svar Helga við spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um það hvort hann gang­ist við kyn­ferðis­legri áreitni, þ.e. hvort hann hafi áreitt Katrínu Lóu Kristrún­ar­dótt­ur:

„Ég vil biðja Katrínu Lóu af­sök­un­ar. Ég gerði mis­tök í þess­um sam­skipt­um og sé eft­ir því.“ 

Helgi er er­lend­is og hef­ur verið að minnsta kosti síðan grein Stund­ar­inn­ar kom út og er því víst að Helgi hef­ur ekki beðið Katrínu af­sök­un­ar í eig­in per­sónu frá því grein­in kom út.

Katrín Lóa sagði sögu sína í þætt­in­um Eig­in kon­ur, hlaðvarpi Eddu Falak. Hún seg­ir Helga hafa ít­rekað áreitt sig kyn­ferðis­lega eft­ir að hann lánaði henni fimm millj­ón­ir króna upp í út­borg­un á íbúð.

mbl.is