Hildur tilnefnd fyrir tvær myndir

Hildur Guðnadóttir | 15. desember 2022

Hildur tilnefnd fyrir tvær myndir

Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til tvennra Critics Choice-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndunum Tár og Women Talking.

Hildur tilnefnd fyrir tvær myndir

Hildur Guðnadóttir | 15. desember 2022

Hildur Guðnadóttir í nóvember síðastliðnum á frumsýningu Women Talking í …
Hildur Guðnadóttir í nóvember síðastliðnum á frumsýningu Women Talking í Los Angeles. AFP/Jerod Harris/Getty

Hild­ur Guðna­dótt­ir er til­nefnd til tvennra Critics Choice-verðlauna fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­un­um Tár og Women Talk­ing.

Hild­ur Guðna­dótt­ir er til­nefnd til tvennra Critics Choice-verðlauna fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­un­um Tár og Women Talk­ing.

Stutt er síðan Hild­ur var til­nefnd til Gold­en Globe-verðlaun­anna fyr­ir tónlist sína í  Women Talk­ing.

Aðrir til­nefnd­ir til gagn­rýn­enda­verðlaunna Critics Choice í flokkn­um besta kvik­mynda­tón­list­in eru John Williams, Al­ex­andre Desplat, Just­in Hurwitz og Michael Giacchino, að sögn Variety.

Heba einnig til­nefnd

Heba Þóris­dótt­ir er sömu­leiðis til­nefnd til verðlaun­anna í flokkn­um hár og förðun fyr­ir kvik­mynd­ina Ba­bylon. 

Flest­ar til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna hlaut mynd­in Everything Everywh­ere All at Once, eða 14 tals­ins.

Verðlaun­in verða af­hent í mars á næsta ári.

mbl.is