Trump verði ákærður fyrir valdaránstilraun

Trump verði ákærður fyrir valdaránstilraun

Sérstök rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem sett var á fót vegna árásarinnar á þinghúsið í janúar 2021, hefur lagt fram tillögur sínar. Hlutu þær einróma samþykki nefndarmanna.

Trump verði ákærður fyrir valdaránstilraun

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 19. desember 2022

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP/Ronda Churchill

Sérstök rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem sett var á fót vegna árásarinnar á þinghúsið í janúar 2021, hefur lagt fram tillögur sínar. Hlutu þær einróma samþykki nefndarmanna.

Sérstök rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem sett var á fót vegna árásarinnar á þinghúsið í janúar 2021, hefur lagt fram tillögur sínar. Hlutu þær einróma samþykki nefndarmanna.

Lagt er til að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verði ákærður fyrir tilraun til valdaráns, truflun á þingfriði, skipulagningu föðurlandssvika og fyrir að dreifa fölskum upplýsingum með því að hafa frammi rangfærslur. 

Afhentar sérstökum saksóknara

„Nefndin hefur komist yfir mikilvæg gögn sem sanna að Trump hafi ætlað sér að koma í veg fyrir friðsamleg valdaskipti, samkvæmt stjórnarskránni,“ sagði Jamie Raskin, þingmaður og nefndarmaður, þegar hann kynnti tillögurnar. 

Tillögurnar hafa verið afhentar sérstökum saksóknara sem mun svo taka ákvörðun um framhaldið. 

mbl.is