Milljarða samfélagslegt tap vegna tafa

Suðurnesjalína 2 | 21. desember 2022

Milljarða samfélagslegt tap vegna tafa

Samfélagslegt tap með tilliti til tapaðra tækifæri vegna tafa á Suðurnesjalínu 2 hleypur mjög fljótlega á milljörðum króna samkvæmt Sverri Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóra þróunar og tæknisviðs hjá Landsneti. 

Milljarða samfélagslegt tap vegna tafa

Suðurnesjalína 2 | 21. desember 2022

Sam­fé­lags­legt tap með til­liti til tapaðra tæki­færi vegna tafa á Suður­nesjalínu 2 hleyp­ur mjög fljót­lega á millj­örðum króna sam­kvæmt Sverri Jan Norðfjörð, fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar og tækni­sviðs hjá Landsneti. 

Sam­fé­lags­legt tap með til­liti til tapaðra tæki­færi vegna tafa á Suður­nesjalínu 2 hleyp­ur mjög fljót­lega á millj­örðum króna sam­kvæmt Sverri Jan Norðfjörð, fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar og tækni­sviðs hjá Landsneti. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Landsneti að sveit­ar­fé­lagið Vog­ar hafi enn ekki af­greitt um­sókn Landsnets um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Suður­nesjalínu 2 en skipu­lags­nefnd sveit­ar­fé­lags­ins frestaði nú í des­em­ber af­greiðslu um­sókn­ar­inn­ar fram í janú­ar 2023.

Liðin séu tvö ár síðan sótt var um fram­kvæmda­leyfi til sveit­ar­fé­lags­ins Voga en öll laga­skil­yrði fyr­ir út­gáfu fram­kvæmda­leyf­is fyr­ir Suður­nesjalínu 2 voru þá fyr­ir hendi og önn­ur sveit­ar­fé­lög á línu­leiðinni, Grinda­vík­ur­bær, Hafn­ar­fjarðarbær og Reykja­nes­bær, búin að gefa út fram­kvæmda­leyfi.

Fyrri af­greiðsla sveit­ar­fé­lags­ins Voga, þar sem fram­kvæmda­leyfi var hafnað, var dæmd ólög­leg af úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála í októ­ber 2021.

„Þrátt fyr­ir það hef­ur lítið sem ekk­ert gerst í mál­inu. Biðin eft­ir auknu raf­orku­ör­yggi á Suður­nesj­um leng­ist því enn frek­ar og svæðið býr áfram við ófull­nægj­andi af­hend­ingarör­yggi raf­magns og tak­mark­an­ir á at­vinnuþróun. Suður­nesjalína 2 í lofti er í skipu­lags­áætl­un­um Voga og hef­ur sveit­ar­fé­lagið samið við Landsnet um bæt­ur vegna lín­unn­ar þar sem hún fer yfir land í eigu sveit­ar­fé­lags­ins og tekið við greiðslu. Einnig er búið að semja við og greiða bæt­ur til mik­ils meiri­hluta land­eig­enda á línu­leiðinni. Taf­irn­ar á fram­kvæmd­inni vekja upp spurn­ing­ar um rétt hinna sveit­ar­fé­lag­anna sem nú þegar hafa samþykkt fram­kvæmd­ina. Sverr­ir Jan Norðfjörð, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar- og tækni­sviðs hjá Landsneti, seg­ir þetta ólíðandi. Aðföng hafi hækkað og kostnaður við und­ir­bún­ing hleyp­ur á hundruðum millj­óna króna,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni. 

Und­ir­bún­ing­ur­inn hleyp­ur á hundruðum millj­óna

„Um fjórðung­ur fyr­ir­spurna sem Landsnet hef­ur fengið um orku­af­hend­ingu síðastliðin ár hafa verið vegna nýrra at­vinnu­tæki­færa á Suður­nesj­um. Í öll­um til­vik­um var ósk­um um teng­ingu hafnað þar sem aðgengi að orku er tak­markað á svæðinu. Þetta ástand leiðir til tapaðra tæki­færa fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in til að þróa og byggja upp fjöl­breytt­ara at­vinnu­líf. Við höf­um áður bent á hversu mik­il verðmæti tap­ast. Í skýrslu Frontier Economics frá því í vor var sýnt fram á að sam­fé­lags­legt tap vegna tapaðra tæki­færa hleyp­ur mjög fljót­lega á millj­örðum. Í grein­ing­unni kom líka fram að virði eins ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is á Suður­nesj­um gæti verið á bil­inu 4-5 millj­arðar króna. Þá er ótal­inn kostnaður okk­ar hjá Landsneti við und­ir­bún­ing sem hleyp­ur á hundruðum millj­óna króna,“ er haft eft­ir Sverri Jan.

Suður­nesjalína 2 er ein mik­il­væg­asta fram­kvæmd­in í raf­orku­kerf­inu að mati Landsnets og á  að tryggja raf­orku­ör­yggi íbúa og at­vinnu­lífs á Suður­nesj­um. Stjórn­völd hafi sett lands­hlut­ann í for­gang við upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins enda sé ör­yggi raf­orku­kerf­is­ins á svæðinu ábóta­vant og mik­il­vægt að bæta þar úr sem fyrst.

mbl.is