Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.
Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.
Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má ætla að núverandi eigendur Ísfélagsins muni eiga um 2/3 hluta í sameiginlegu félagi á móti núverandi eigendum Ramma.
Heildaraflahlutdeild sameinaðs félags verður tæplega 8% af úthlutuðu aflamarki. Samanlögð velta félaganna var um 28 milljarðar króna á árinu 2021.
Aðspurður segir Einar Sigurðsson, stjórnarmaður í Ísfélaginu, að óformlegar þreifingar hafi átt sér stað á undanförnum mánuðum. Hann segir að niðurstaðan hafi verið sú að farsælt væri að sameina félögin. Þá segir Einar að skrá eigi félagið á hlutabréfamarkað.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.