Samruni Ramma og Ísfélagsins lógískur

Ísfélag hf | 5. janúar 2023

Samruni Ramma og Ísfélagsins lógískur

Áform um samruna sjávarútvegsfyrirtækjanna Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf., sem tilkynnt var um milli jóla og nýárs, eru til þess fallin að skapa stöðugri rekstrarforsendur í nýju félagi þar sem sveiflur í veiðiráðgjöf og afkoma veiða ólíkra tegunda hafa minni áhrif, að því er fram kemur í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Samruni Ramma og Ísfélagsins lógískur

Ísfélag hf | 5. janúar 2023

Sigurður VE uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja verður eitt af öflugustu skipum …
Sigurður VE uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja verður eitt af öflugustu skipum nýs sameinaðs félags. mbl.is/Sigurður Bogi

Áform um samruna sjávarútvegsfyrirtækjanna Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf., sem tilkynnt var um milli jóla og nýárs, eru til þess fallin að skapa stöðugri rekstrarforsendur í nýju félagi þar sem sveiflur í veiðiráðgjöf og afkoma veiða ólíkra tegunda hafa minni áhrif, að því er fram kemur í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Áform um samruna sjávarútvegsfyrirtækjanna Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf., sem tilkynnt var um milli jóla og nýárs, eru til þess fallin að skapa stöðugri rekstrarforsendur í nýju félagi þar sem sveiflur í veiðiráðgjöf og afkoma veiða ólíkra tegunda hafa minni áhrif, að því er fram kemur í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Fátt bendir til annars en að á einhverjum tímapunkti verði fleiri af stærstu útgerðarfélögunum komin í stærri einingar með blandaðan rekstur.

„Á meðan Rammi hefur verið meira í bolfiski hefur Ísfélagið lagt áherslu á uppsjávarfisk. Við höfum séð samþjappanir áður þar sem koma saman fyrirtæki sem eru öflug í uppsjávarveiðum og -vinnslu og hins vegar fyrirtæki í bolfiskveiðum og -vinnslu. Þessi fyrirtæki eru að reyna að draga úr áhættu, sérstaklega hafa verið miklar sveiflur í uppsjávarfiski. Að því leytinu til er þetta mjög lógískt,“ svarar Sveinn Agnarsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, beðinn að rýna í merkingu samruna Ramma og Ísfélagsins.

Lesa má umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu.

mbl.is