Nýju hátæknikerfi komið fyrir í Hoffelli

Nýju hátæknikerfi komið fyrir í Hoffelli

Hoffell SU varði jólum og áramótum á Akureyri þar sem skipið var í slipp, en samhliða hefðbundins viðhalds yfir hátíðarnar var komið fyrir nýjum hátæknibúnaði.

Nýju hátæknikerfi komið fyrir í Hoffelli

Nýsköpun og tækni í sjávarútvegi | 6. janúar 2023

Hoffell SU var í slipp á Akureyri yfir hátíðarnarþar sem …
Hoffell SU var í slipp á Akureyri yfir hátíðarnarþar sem komið var fyrir nýju botnstykki sem tengist nýju toghlerakerfi skipsins. Ljósmynd/Loðnuvinnslan: Kjartan Reynisson

Hoffell SU varði jólum og áramótum á Akureyri þar sem skipið var í slipp, en samhliða hefðbundins viðhalds yfir hátíðarnar var komið fyrir nýjum hátæknibúnaði.

Hoffell SU varði jólum og áramótum á Akureyri þar sem skipið var í slipp, en samhliða hefðbundins viðhalds yfir hátíðarnar var komið fyrir nýjum hátæknibúnaði.

Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar, sem gerir skipið út, að um sé að ræða nýtt toghlerakerfi (trawl steering system) eða svokallaða MLD toghlera frá dönskum framleiðanda sem felt í að hægt sé að stjórna opnunina á trollinu í sjónum í gegnum tölvu. „Í hlerunum eru lokur sem minna á flapsa á flugvélavæng sem hægt er að hreyfa og þannig stilla hversu mikið  eða lítið opið er.“

Botnstykki fyrir sendi og móttakara.
Botnstykki fyrir sendi og móttakara. Ljósmynd/Loðnuvinnnslan: Kjartan Reynisson

Þá er jafnframt sagt frá því að komið hafi verið fyrir stykki undir skipinu sem geymir sendi og móttakara, en frá þeim liggja stjórn- og hleðslukaplar í brúnna og aftur í skut. Á næstunni verður síðan toghlerunum komið fyrir.

Talið er að stýranlegir toghlerar hafi töluverða kosti fyrir flottrollsveiðar, þeir dragi úr sliti á skipum og veiðarfærum auk þess sem möguleiki skapast til þess að auka afköst og spara eldsneyti.

mbl.is