Rammi og Ísfélagið saman yfir hámarkskvóta í loðnu

Ísfélag hf | 9. janúar 2023

Rammi og Ísfélagið saman yfir hámarkskvóta í loðnu

Verði samruni Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf. samþykktur verður hið nýja sameinaða félag með langmestu heimildirnar í loðnu, alls 20,64%, sem er umfram lögbundið 20% hámark. Miðað við 131.826 tonna úthlutun á yfirstandandi vertíð er um að ræða veiðiheimildir fyrir 843 tonn af loðnu.

Rammi og Ísfélagið saman yfir hámarkskvóta í loðnu

Ísfélag hf | 9. janúar 2023

Sameiginlega eru Rammi hf. og ÍSfélag Vestmannaeyja ehf. með kvóta …
Sameiginlega eru Rammi hf. og ÍSfélag Vestmannaeyja ehf. með kvóta umfram lögbundið hámark í loðnu. Verði sameining félaganna samþykkt þarf að losa um 0,64% hlut í loðnunni. mbl.is/Börkur Kjartansson

Verði samruni Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf. samþykktur verður hið nýja sameinaða félag með langmestu heimildirnar í loðnu, alls 20,64%, sem er umfram lögbundið 20% hámark. Miðað við 131.826 tonna úthlutun á yfirstandandi vertíð er um að ræða veiðiheimildir fyrir 843 tonn af loðnu.

Verði samruni Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf. samþykktur verður hið nýja sameinaða félag með langmestu heimildirnar í loðnu, alls 20,64%, sem er umfram lögbundið 20% hámark. Miðað við 131.826 tonna úthlutun á yfirstandandi vertíð er um að ræða veiðiheimildir fyrir 843 tonn af loðnu.

Þetta má lesa úr nýjustu samantekt Fiskistofu um samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila og lögaðila.

Þar má greina að nýtt félag verður fjórða stærsta samstæðan í íslenskum sjávarútvegi með 8,14% af úthlutuðum kvóta og vel innan lögbundinnar hámarkshlutdeildar sem er 12%. Félagið verður með fjórðu mestu heimildirnar í þorski, þriðju mestu í ýsu og í ufsa. Auk þess sem það mun hafa 5,74% hlut í gullkarfa, 5,03% í djúpkarfa og 7,37% í grálúðu.

Athygli vekur að sameinað félag verður með þriðju mestu heimildirnar í síld.

Sameiginlega fara félögin einnig með mestu heimildirnar í úthafsrækju og rækju við Snæfellsnes, 14% í báðum flokkum. Þar af koma mestu heimildirnar í gegnum Ramma sem hefur um langt skeið verið stærsti aðilinn í tegundinni hér á landi.

mbl.is