Spielberg vann en Hildur fór tómhent heim

Verðlaunahátíðir 2023 | 11. janúar 2023

Spielberg vann en Hildur fór tómhent heim

Kvikmynd Stevens Spielbergs, The Fablemans, var valin besta dramamyndin á Golden Globe-hátíðinni í Bandaríkjunum í nótt, auk þess sem hann var valinn besti leikstjórinn.

Spielberg vann en Hildur fór tómhent heim

Verðlaunahátíðir 2023 | 11. janúar 2023

Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg með gullhnettina fyrir bestu leikstjórn og …
Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg með gullhnettina fyrir bestu leikstjórn og bestu myndina. AFP/Frederic J. Brown

Kvik­mynd Stevens Spiel­bergs, The Fablem­ans, var val­in besta drama­mynd­in á Gold­en Globe-hátíðinni í Banda­ríkj­un­um í nótt, auk þess sem hann var val­inn besti leik­stjór­inn.

Kvik­mynd Stevens Spiel­bergs, The Fablem­ans, var val­in besta drama­mynd­in á Gold­en Globe-hátíðinni í Banda­ríkj­un­um í nótt, auk þess sem hann var val­inn besti leik­stjór­inn.

Mynd­in er laus­lega byggð á upp­vaxt­ar­ár­um Spiel­bergs og fyrstu árum hans sem leik­stjóri.

The Bans­hees of In­is­her­in var kjör­in besta mynd­in í flokki gam­an­mynda og söng­leikja.

Hild­ur laut í lægra haldi

Hild­ur Guðna­dótt­ir, sem var til­nefnd fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­inni Women Talk­ing, varð að lúta í lægra haldi fyr­ir Just­in Hurwitz og tónlist hans í mynd­inni Ba­bylon.

Hildur Guðnadóttir á Golden Globe-hátíðinni í nótt.
Hild­ur Guðna­dótt­ir á Gold­en Globe-hátíðinni í nótt. AFP/​Frederic J. Brown

Cate Blanchett var val­in besta drama­leik­kon­an fyr­ir hlut­verk sitt í Tár og Aust­in Butler bar sig­ur úr být­um fyr­ir frammistöðu sína í El­vis.

Cate Blancett í september í fyrra. Hún var ekki viðstödd …
Cate Blancett í sept­em­ber í fyrra. Hún var ekki viðstödd Gold­en Globe-hátíðina. Hún var val­in besta drama­leik­kon­an í nótt. AFP/​Andreas Sol­aro

Í gam­an- og söng­leikja­flokkn­um vann Michelle Yeoh fyr­ir hlut­verk sitt í Everything Everywh­ere All At Once og Col­in Far­rell fyr­ir leik sinn í The Bans­hees of In­is­her­in. Síðar­nefnda mynd­in hlaut ein verðlaun til viðbót­ar, eða fyr­ir hand­rit Mart­ins McDonagh.

Leikarinn Colin Farrell (til vinstri), leikstjórinn Martin McDonagh (í miðjunni) …
Leik­ar­inn Col­in Far­rell (til vinstri), leik­stjór­inn Mart­in McDonagh (í miðjunni) og leik­ar­inn Barry Keog­h­an (til hægri) fagna sigri í flokkn­um besta gam­an­mynd­in eða söng­leik­ur. AFP/​Frederic J. Brown

Arg­ent­ina, 1985 frá Arg­entínu var kjör­in besta er­lenda mynd­in og bestu sjón­varpsþætt­irn­ir voru Hou­se of the Dragon. Í drama­flokki fyr­ir best­an leik í sjón­varpsþátt­um vann Zendaya fyr­ir Eup­horia og Kevin Costner fyr­ir Yellow­st­one. Bestu þætt­irn­ir í gam­an- eða söng­leikja­flokki voru Ab­bott Element­ary.

Í þeim flokki hlutu þau Quinta Brun­son fyr­ir Ab­bot Element­ary og Jeremy Allen White fyr­ir The Bear gylltu stytt­una fyr­ir best­an leik.

Frá vinstri: leikkoanan Emma D'Arcy, kvikmyndagerðarmaðurinn Miguel Sapochnik og leikkonan …
Frá vinstri: leik­ko­an­an Emma D'­Arcy, kvik­mynda­gerðarmaður­inn Migu­el Sa­pochnik og leik­kon­an Milly Alcock fagna sigri Hou­se of the Dragon. AFP/​Frederic J. Brown

Gam­an­leik­ar­inn Eddie Murp­hy hlaut heiður­sverðlaun á hátíðinni, sem var hald­in í Bever­ly Hills.

Eddie Murphy með Cecil B. DeMille-heiðursverðlaunin.
Eddie Murp­hy með Cecil B. DeM­ille-heiður­sverðlaun­in. AFP

Jerrod Carmichael var kynn­ir og byrjaði á því að gera grín að sam­tök­um er­lendra frétta­manna, HFPA, sem standa fyr­ir Gold­en Globe-verðlaun­un­um. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé rasísk stofn­un en það var eng­inn svört mann­eskja í henni fyrr en Geor­ge Floyd dó. Þið megið gera það sem þið viljið við þess­ar upp­lýs­ing­ar,“ sagði hann.

All­ir verðlauna­haf­arn­ir á Gold­en Globe-hátíðinni

mbl.is