Justin Roiland, meðhöfundur þáttanna Rick and Morty, hefur verið sakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína heimilisofbeldi. Málið var þingfest í Orange-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum í vikunni. Kæruna lagði fyrrverandi kærasta hans fram árið 2020.
Justin Roiland, meðhöfundur þáttanna Rick and Morty, hefur verið sakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína heimilisofbeldi. Málið var þingfest í Orange-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum í vikunni. Kæruna lagði fyrrverandi kærasta hans fram árið 2020.
Justin Roiland, meðhöfundur þáttanna Rick and Morty, hefur verið sakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína heimilisofbeldi. Málið var þingfest í Orange-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum í vikunni. Kæruna lagði fyrrverandi kærasta hans fram árið 2020.
Ásakanirnar höfðu ekki komið fram í fjölmiðlum fyrr en í gær. Roiland neitar ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar.
Ef hann verður sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sjö ár í fangelsi. Kæran var lögð fram í Orange-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum í maí árið 2020.
Er hann kærður fyrir heimilisofbeldi og að hafa beitt blekkingum og ofbeldi til þess að loka konuna inni.
Hið meinta atvik á að hafa gerst hinn 19. janúar 2020. Samkvæmt umfjöllun NBC News lagði hún fram kæruna undi dulnefni, Jane Doe, og sagðist hafa verið í sambandi með Roiland á þessum tíma. Meint atvik hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir hana.
Roiland var handtekinn í ágúst 2020 og sleppt út gegn tryggingu. Hann neitaði sekt í málinu í október 2020.
Konan fékk staðfest nálgunarbann gegn honum og þurfti hann að halda sig í meira en 100 feta fjarlægð frá henni og láta hana í friði. Þá var honum gert að skila inn öllum skotvopnum í eigu sinni og hefur lögregla skotvopn hans fram í október 2023.
Roiland mæti í persónu í dómssal þar sem málið var þingfest. Næst er það á dagskrá dómstóla 27. apríl næstkomandi.
Rick and Morty eru vinsælir teiknimyndaþættir sem fóru fyrst í loftið árið 2013. Hafa þeir notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðinni Cartoon Network. Sjötta sería þáttanna fór í loftið í september á síðasta ári. Fyrirhugaðir eru 70 þættir í viðbót.
Warner Bro Discovery, sem á Cartoon Network, hefur ekki tjáð sig um málið opinberlega.