Carlsberg Byen í Kaupmannahöfn er að verða einn heitasti bletturinn í borginni - ef marka má alla þá nýju veitingastaði og hótel sem hafa opnað þar undanfarið. En nýjasti staðurinn kallast Studio.
Carlsberg Byen í Kaupmannahöfn er að verða einn heitasti bletturinn í borginni - ef marka má alla þá nýju veitingastaði og hótel sem hafa opnað þar undanfarið. En nýjasti staðurinn kallast Studio.
Carlsberg Byen í Kaupmannahöfn er að verða einn heitasti bletturinn í borginni - ef marka má alla þá nýju veitingastaði og hótel sem hafa opnað þar undanfarið. En nýjasti staðurinn kallast Studio.
Studio var áður til húsa við höfnina, í sömu byggingu og The Standard sem þykir með þeim flottari í bransanum - en veitingastaðurinn Studio flutti frá hafnarsvæðinu um áramótin. Studio á sér glæstan feril í matargerð og því er sannarlega haldið til haga á nýjum stað. Veitingastaðurinn er staðsettur þar sem uppspretta hreins vatns eitt sinn kom upp í Carlsberg verksmiðjunni - enda er hreint vatn ekki bara undirstaða góðs bjórs, heldur uppspretta alls lífs. Það var með þessu sem listamaðurinn Frederik Hesseldahl, fékk innblástur í að skapa kraftmikla vatnsbylgju sem sveipar yfir risastóran spegil á endavegg veitingastaðarins og vekur líf í rýminu.
Í eldhúsinu stendur yfirkokkurinn Christoffer Sørensen, einungis 31 árs gamall. Hann hefur að mestu byggt matseðilinn upp með sjávarfangi, þá fiski og skelfiski frá Danmörku og Norðurlöndunum í kring. Í fyrra hlaut Christoffer Michelin verðlaun sem besti 'Ungi kokkurinn' og síðastliðið haust, hreppti hann titilinn í BMW Masters keppninni. Metnaðurinn er mikill og segist hann kappkosta að því að koma Studio á lista yfir fremstu veitingastaði landsins.