Ábyrgðin „fyrst og fremst Landsnets“

Suðurnesjalína 2 | 17. janúar 2023

Ábyrgðin á langvarandi töfum „fyrst og fremst Landsnets“

„Það á sér engar stoðir í raunveruleikanum,“ segir Gunnar Axel Axelsson, í samtali við mbl.is um þá nálgun Landsnets að tafir á Suðurnesjalínu 2 séu allar af ástæðum sem snúa að sveitarfélaginu Vogum.

Ábyrgðin á langvarandi töfum „fyrst og fremst Landsnets“

Suðurnesjalína 2 | 17. janúar 2023

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, ræddi við mbl.is um Suðurnesjalínu.
Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, ræddi við mbl.is um Suðurnesjalínu.

„Það á sér eng­ar stoðir í raun­veru­leik­an­um,“ seg­ir Gunn­ar Axel Ax­els­son, í sam­tali við mbl.is um þá nálg­un Landsnets að taf­ir á Suður­nesjalínu 2 séu all­ar af ástæðum sem snúa að sveit­ar­fé­lag­inu Vog­um.

„Það á sér eng­ar stoðir í raun­veru­leik­an­um,“ seg­ir Gunn­ar Axel Ax­els­son, í sam­tali við mbl.is um þá nálg­un Landsnets að taf­ir á Suður­nesjalínu 2 séu all­ar af ástæðum sem snúa að sveit­ar­fé­lag­inu Vog­um.

Raf­magns­leysi á Reykja­nesi í gær hef­ur leitt til enn frek­ari deilna um taf­ir á lagn­ingu  Suður­nesjalínu 2.

Ekki viljað veita fram­kvæmda­leyfi

Umræða um raf­orku­lín­una hef­ur varað í mörg ár en sveit­ar­fé­lagið Vog­ar hef­ur ekki viljað veita Lands­neti fram­kvæmda­leyfi fyr­ir loft­línu. Vog­ar vilja jarð­streng en hin sveit­ar­fé­lög­in á Suður­nesj­um hafa þegar veitt Lands­neti fram­kvæmda­leyfi fyr­ir loft­línu.

„Raf­magns­leysi er aldrei gott. Það hafði áhrif á íbúa hér eins og í öðrum sveit­ar­fé­lög­um á svæðinu,“ seg­ir Gunn­ar og bæt­ir við að sem bet­ur fer hafi ekki orðið neinn sér­stak­ur skaði af raf­magns­leys­inu, nema kannski að fólk hafi misst af hand­bolta­leikn­um.

„Þetta er auðvitað al­var­legt mál og ým­is­legt sem kom út úr þessu sem var kannski óvænt. Til dæm­is það að hér var síma­sam­bands­laust á Reykja­nes­inu að miklu leyti. Sem að ég held að eng­inn hafi átt von á og flest­ir hafi talið að síma­fyr­ir­tæk­in væru með vara­afl til þess að keyra sím­teng­ing­ar.

Og svo hitt að það var líka heita­vatns­laust á svæðinu í mun lengri tíma en raf­magns­leysið varði. Sem er líka nokkuð sem er ástæða til þess að skoða. Hvers vegna eru HS Veit­ur ekki með vara­afl til þess að tryggja hita­veitu á svæðinu þegar og ef verður raf­magns­laust?“

Skipu­lags­nefnd fund­ar um málið í dag 

Gunn­ar seg­ir eðli­legt að spurn­ing­ar vakni um Suður­nesjalínu 2 er svona raf­magns­leysi verður. 

Hann seg­ir að fyr­ir al­gjöra til­vilj­un verði fjallað um málið í skipu­lags­nefnd sveit­ar­fé­lags­ins í dag. „Það er kannski tákn­rænt á ein­hvern hátt.“

Gunn­ar seg­ir að málið sé í eðli­leg­um far­vegi og í efn­is­legri meðferð hjá skipu­lags­nefnd. 

„Skipu­lags­nefnd er í dag meðal ann­ars að fara yfir ný­fram­komna um­sögn Landsnets, sem Landsnet skilaði til sveit­ar­fé­lags­ins fyr­ir ná­kvæm­lega viku síðan.“

Býst þú við að niðurstaða fá­ist í málið á fund­in­um?

„Það er ekki hægt að segja til um það – hver niðurstaða nefnd­ar­inn­ar verður í dag. Hún er að fjalla um þessi fram­lögðu gögn og þetta er ekki ákvörðun – eins og gef­ur að skilja – sem er tek­in í ein­hverju bría­ríi,“ seg­ir Gunn­ar og bæt­ir við að um stóra og flókna ákvörðun sé að ræða sem hafi víðtæk áhrif á hags­muni fólks á svæðinu.

Leiðir raf­magns­leysið í gær ekki til þrýst­ings á að ákvörðun verði tek­in?

„Nei, það væri mjög óeðli­legt og ekki í sam­ræmi við okk­ar lög­bundna hlut­verk, ef raf­magns­leysið í gær hefði áhrif á slíka ákv­arðana­töku. Ég held að það myndi ein­hver gera at­huga­semd við það.“

Ekki hægt að skella ábyrgðinni á sveit­ar­fé­lög­in

Gunn­ar seg­ir að staðan sé full­kom­lega óá­sætt­an­leg og að niðurstaða þurfi að nást í málið. 

„Ég vil þó minna á að þetta er ekki ný staða. Verk­efni Suður­nesjalínu er búið að vera í burðarliðnum í bráðlega tvo ára­tugi. Það er al­gjör­lega frá­leitt svona í ljósi aðstæðna að ætla að fara skella langvar­andi töf­um á henni á eitt sveit­ar­fé­lag, eða bara á sveit­ar­fé­lög­in yfir höfuð að mínu mati. Ábyrgðin á þess­um langvar­andi töf­um er fyrst og fremst Landsnets. Sem hef­ur ít­rekað verið rekið til baka með þessi áform sín á síðustu 16 eða 17 árum. Það er ekki hægt að finna þess dæmi í raun­inni fyrr en núna árið 2021 sem málið kem­ur til kasta sveit­ar­fé­lags­ins Voga.“

Gunn­ar nefn­ir að það liggi ein­fald­lega ekki fyr­ir hvort Suður­nesjalína 2 hefði komið í veg fyr­ir raf­magns­leysið í gær. 

Virkj­an­ir tryggt raf­orku­ör­yggi

Gunn­ar seg­ist taka und­ir spurn­ing­ar í yf­ir­lýs­ingu Land­vernd­ar um það af hverju virkj­an­ir í Svartsengi og á Reykja­nesi geti ekki starfað án teng­ing­ar við aðra hluta lands­kerf­is­ins. Virkj­an­irn­ar séu nógu stór­ar til að mæta eft­ir­spurn.  

„Ég veit að íbú­ar hérna á svæðinu spyrja sig þeirr­ar spurn­ing­ar. Hvers vegna er ekki fyr­ir löngu búið að koma hlut­um þannig fyr­ir að þó flutn­ings­lín­ur til og frá svæðinu bregðist, að þá geti virkj­an­ir á svæðinu ekki haldið uppi raf­orku­ör­yggi? Það er tækni­legt úr­lausn­ar­efni sem er al­gjör­lega raun­hæft að leysa.“

mbl.is