Framganga Landsnets skapi vantraust

Suðurnesjalína 2 | 17. janúar 2023

Framganga Landsnets skapi vantraust

Framganga Landsnets gagnvart Vogum er ekki til sóma og skapar vantraust og ótrúverðugleika, að því er fram kemur í bókun sem var lögð fram á fundi skipulagsnefndar sveitarfélagsins.

Framganga Landsnets skapi vantraust

Suðurnesjalína 2 | 17. janúar 2023

Raf­magns­leysið í gær hafði víðtæk áhrif en meðal ann­ars varð …
Raf­magns­leysið í gær hafði víðtæk áhrif en meðal ann­ars varð síma­sam­bands­laust og heita­vatns­laust. Ljósmynd/Aðsend

Fram­ganga Landsnets gagn­vart Vog­um er ekki til sóma og skap­ar van­traust og ótrú­verðug­leika, að því er fram kem­ur í bók­un sem var lögð fram á fundi skipu­lags­nefnd­ar sveit­ar­fé­lags­ins.

Fram­ganga Landsnets gagn­vart Vog­um er ekki til sóma og skap­ar van­traust og ótrú­verðug­leika, að því er fram kem­ur í bók­un sem var lögð fram á fundi skipu­lags­nefnd­ar sveit­ar­fé­lags­ins.

Þar seg­ir einnig að eðli­legt væri að til þess bær­ir aðila s.s. Umboðsmaður Alþing­is, aðrar eft­ir­lits­stofn­an­ir eða eig­end­ur Landsnets könnuðu fram­göngu fé­lags­ins. 

Nefnd­in undr­ast á fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins síðustu vik­ur og vísa þá m.a. í til­kynn­ingu sem Landsnet sendi út þann 21. des­em­ber sem nefnd­in tel­ur að ekki sé hægt að túlka á ann­an veg en „áróður og til­raun fyr­ir­tæk­is­ins til að fría sig ábyrg á þeim langvar­andi töf­um sem hafa orðið á lagn­ingu Suður­nesjalínu 2 og með röngu að varpa ábyrgðinni á því yfir á Sveit­ar­fé­lagið Voga.“

Þá kem­ur fram að „slík fram­koma sæmi ekki op­in­beru fyr­ir­tæki.“

Víðtæk áhrif

Á fund­in­um, sem lauk fyrr í dag, var tek­in fyr­ir að nýju um­sókn Landsnets hf. um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Suður­nesjalínu 2 sem mikið hef­ur verið rætt um síðastliðinn sól­ar­hring eft­ir að raf­magns­laust var á Suður­nesj­un­um í tvær klukku­stund­ir í gær.  

Raf­magns­leysið hafði víðtæk áhrif, en meðal ann­ars varð síma­sam­bands­laust og heita­vatns­laust.

Í álykt­un sem var samþykkt á bæj­ar­stjórn­ar­fundi Reykja­nes­bæj­ar fyrr í dag kom fram að ástandið sem myndaðist í gær hafi verið með öllu óviðun­andi og grafal­var­legt.

Þá var einnig skorað á sveit­ar­fé­lagið Voga og Landsnet að leysa strax úr ágrein­ingi um lagna­leiðir Suður­nesjalínu 2 og leiða það mál til lykta sem allra fyrst til að tryggja raf­orku­ör­yggi á svæðinu.

Sveit­ar­fé­lagið Vog­ar hef­ur ekki viljað veita Landsneti fram­kvæmda­leyfi fyr­ir loftlínu, líkt og hin sveit­ar­fé­lög­in á Suður­nesj­um. Þess í stað vill sveit­ar­fé­lagið jarðstreng.

Óska eft­ir áliti Skipu­lags­stofn­un­ar

Skipu­lags­nefnd Sveit­ar­fé­lags­ins Voga ákvað á fundi sín­um í kvöld að óska eft­ir áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á því hvort end­ur­skoða þurfi um­hverf­is­mat í heild eða hluta, vegna fyr­ir­hugaðs fram­kvæmda­leyf­is vegna Suður­nesjalínu 2, í ljósi þess að gos­hrina er nú haf­in á Reykja­nesi.

Þá var jafn­framt bókað á fund­in­um að óskað væri eft­ir eft­ir upp­lýs­ing­um frá Landsneti um hver kostnaðarmun­ur er á val­kosti B (jarðstreng með Reykja­nes­braut) og val­kosti C (loftlínu meðfram nú­ver­andi línu) og nán­ari gagna sem geri á hlut­læg­an hátt grein fyr­ir þeim áhrif­um á kerfi Landsnets að leggja Suður­nesjalínu 2 sem jarðstreng. 

Bók­un nefnd­ar­inn­ar í heild sinni:

„Áður en tek­in verður end­an­leg ákvörðun í mál­inu ósk­ar skipu­lags­nefnd eft­ir að Landsnet upp­lýsi um eft­ir­far­andi atriði:

  1. Hver kostnaðarmun­ur er á val­kosti B (jarðstreng með Reykja­nes­braut) og val­kosti C (loftlínu meðfram nú­ver­andi línu).
  2. Nán­ari gögn­um sem geri á hlut­læg­an hátt grein fyr­ir þeim áhrif­um á kerfi Landsnets að leggja Suður­nesjalínu 2 sem jarðstreng þ.m.t. upp­lýs­ing­um um hvar þörf sé á að leggja slíka strengi í framtíðinni sem mögu­lega geti haft áhrif á ráðstöf­un jarðstrengja vegna Suður­nesjalínu 2.

Auk fram­an­greinds tel­ur nefnd­in, í ljósi þess að gos­hrina er nú haf­in á Reykja­nesi, þ.e. gosið hef­ur tvisvar eft­ir að skýrsla um um­hverf­is­mat og álit Skipu­lags­stofn­un­ar um mat á um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmd­ar­inn­ar var unnið, og að í mál­inu liggja fyr­ir gögn óháðra vís­inda­manna um að sú gos­hrina kalli á end­ur­skoðun fyrri áætl­ana um staðsetn­ing­ar á mik­il­væg­um innviðum eins og Suður­nesjalínu 2, auk þess sem fyr­ir liggja mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar að mati nefnd­ar­inn­ar um ör­yggi val­kosts C miðað við aðra val­kosti m.t.t. nátt­úru­vár, að nauðsyn­legt sé, áður en end­an­leg ákvörðun verður tek­in í mál­inu, að óska álits Skipu­lags­stofn­un­ar á því, skv. 28. gr. laga um mat á um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmda og áætl­ana nr. 111 frá 2021, hvort end­ur­skoða þurfi um­hverf­is­mat fram­kvæmd­ar­inn­ar í heild eða hluta. Nauðsyn­legt sá að það liggi fyr­ir mat óháðs aðila á jarðvá á svæðinu m.t.t. þeirra val­kosta sem uppi eru.

Óháð fram­an­greindu en í tengsl­um við málið vill nefnd­in taka fram að hún undr­ast mjög fram­göngu Landsnets síðustu vik­ur. sbr. m.a. frétta­til­kynn­ingu sem fyr­ir­tækið sendi út þann 21 .des­em­ber sl. sem er ekki hægt að túlka sem neitt annað en áróður og til­raun fyr­ir­tæk­is­ins til að fría sig ábyrg á þeim langvar­andi töf­um sem hafa orðið á lagn­ingu Suður­nesjalínu 2 og með röngu að varpa ábyrgðinni á því yfir á Sveit­ar­fé­lagið Voga.  Slík fram­koma sæmi ekki op­in­beru fyr­ir­tæki.

Í því sam­hengi vill nefnd­in benda á að Landsnet hf. er op­in­bert fyr­ir­tæki, stofnað með lög­um, starfar sam­kvæmt sér­leyfi og er háð op­in­beru eft­ir­liti. Fyr­ir­tækið er í eðli sínu einskon­ar stjórn­vald. Fé­lag­inu ber að koma fram í sam­ræmi við það í sam­skipt­um sín­um aðra og gæta að jafn­ræði og hlut­lægni. Fé­lagið á ekki að reka ein­hvers­kon­ar áróðurs­her­ferð. Fram­ganga fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart sveit­ar­fé­lag­inu, sem m.a. felst í því að halda fram órök­studd­um full­yrðing­um um að sam­fé­lagið á Suður­nesj­um hafi orðið fyr­ir millj­arða tapi, sem ætla má að fyr­ir­tækið telji á ábyrgð leyf­is­veit­anda, er því ekki til sóma og skap­ar van­traust og ótrú­verðug­leika. Eðli­legt væri að til þess bær­ir aðila s.s. Umboðsmaður Alþing­is, aðrar eft­ir­lits­stofn­an­ir eða eig­end­ur Landsnets könnuðu fram­göngu fé­lags­ins í mál­inu.“

mbl.is