„Með öllu óviðunandi og grafalvarlegt“

Suðurnesjalína 2 | 17. janúar 2023

„Með öllu óviðunandi og grafalvarlegt“

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar telur að „alvarlega ástandið“ sem myndaðist á öllum Suðurnesjum í kjölfar þess að Suðurnesjalína sló út í gær, með öllu óviðunandi og grafalvarlegt.

„Með öllu óviðunandi og grafalvarlegt“

Suðurnesjalína 2 | 17. janúar 2023

Rafmagnslaust var á öllum Suðurnesjum í tvær klukkustundir í gær.
Rafmagnslaust var á öllum Suðurnesjum í tvær klukkustundir í gær. mbl.is/​Hari

Bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæj­ar tel­ur að „al­var­lega ástandið“ sem myndaðist á öll­um Suður­nesj­um í kjöl­far þess að Suður­nesjalína sló út í gær, með öllu óviðun­andi og grafal­var­legt.

Bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæj­ar tel­ur að „al­var­lega ástandið“ sem myndaðist á öll­um Suður­nesj­um í kjöl­far þess að Suður­nesjalína sló út í gær, með öllu óviðun­andi og grafal­var­legt.

Þetta kom fram í álykt­un frá bæj­ar­stjórn­inni sem var samþykkt sam­hljóða á fundi fyrr í dag.

Rúm­lega 30 þúsund manns búa á Suður­nesj­un­um en í gær fór raf­magnið af í rúm­ar tvær klukku­stund­ir eft­ir að lín­an sló út. Í kjöl­farið fór heitt vatn, bæði neyslu­vatn og hita­veita af, og stuttu síðar fór einnig síma- og net­sam­band af öllu svæðinu.

„Það er með öllu óviðun­andi og grafal­var­legt að slíkt skuli geta gerst árið 2023,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Skora á Voga og Landsnet að leysa úr ágrein­ingi

Bæj­ar­stjórn­in skor­ar á Sveit­ar­fé­lagið Voga og Landsnet að leysa strax úr ágrein­ingi um lagna­leiðir Suður­nesjalínu 2 og leiða það mál til lykta sem allra fyrst til að tryggja raf­orku­ör­yggi á svæðinu.

Þá skor­ar bæj­ar­stjórn­in einnig á fyr­ir­tæki sem veita síma- og netþjón­ustu að tryggja lengri uppi­tíma á vara­afli en raun­in var í gær.

mbl.is