30 stiga hitamunur á milli daga

Frost á Fróni | 19. janúar 2023

30 stiga hitamunur á milli daga

Miklar hitabreytingar verða á landinu frá því í dag og fram á sunnudag en á morgun er hætta á ausandi rigningu á skíðasvæðum, flughálku, staðbundnum flóðum nálægt ám og vatnstjóni ef ekki er hugað að niðurföllum.

30 stiga hitamunur á milli daga

Frost á Fróni | 19. janúar 2023

Teitur segir að síðdegis á morgun gæti orðið 7 stiga …
Teitur segir að síðdegis á morgun gæti orðið 7 stiga hiti í Víðidalnum og rigning. í dag mældist þar -22,4 gráður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikl­ar hita­breyt­ing­ar verða á land­inu frá því í dag og fram á sunnu­dag en á morg­un er hætta á aus­andi rign­ingu á skíðasvæðum, flug­hálku, staðbundn­um flóðum ná­lægt ám og vatns­tjóni ef ekki er hugað að niður­föll­um.

Mikl­ar hita­breyt­ing­ar verða á land­inu frá því í dag og fram á sunnu­dag en á morg­un er hætta á aus­andi rign­ingu á skíðasvæðum, flug­hálku, staðbundn­um flóðum ná­lægt ám og vatns­tjóni ef ekki er hugað að niður­föll­um.

„Kald­asta sem hef­ur mælst í dag er -22,4 gráður í Víðidal í Reykja­vík,“ seg­ir Teit­ur Ara­son, veður­fræðing­ur á vakt, í sam­tali við mbl.is.

„Svo reikn­um við með að mæl­ist seint á morg­un í kring­um 10 stig í hnjúkaþey á Norður- eða Aust­ur­landi. Frá kald­asta hita í dag til hlýj­asta hita á morg­un er kannski svona 30 stiga sveifla.“

Teit­ur seg­ir að síðdeg­is á morg­un gæti orðið 7 stiga hiti í Víðidaln­um og rign­ing. Þannig það er 29 stiga sveifla þar.

Hiti á skíðasvæðum og rign­ing fyr­ir sunn­an

Teit­ur seg­ir loft­mass­ann sem komi á morg­un vera það hlýj­an að hiti muni fara upp fyr­ir frost­mark til fjalla, til að mynda á skíðasvæðum eins og í Hlíðarfjalli og í Bláfjöll­um – þar sem er lík­legt að muni rigna.

„En það verður lít­il rign­ing fyr­ir norðan, ein­hver smá­veg­is þó, en það verður hlýtt þar. Það fer í plús-gráðurn­ar þarna uppi í Hlíðarfjalli, það mun vænt­an­lega þétta snjó­inn þar. Að móti kem­ur að það mun vænt­an­lega rigna í hann í Bláfjöll­um,“ seg­ir Teit­ur.

„Ég hugsa að það sé of hvasst í Bláfjöll­um á morg­un til að hafa opið og aus­andi rign­ing. Ég myndi nú sjálf­ur ekki fara á skíði á morg­un.“

Flug­hálka og staðbund­in flóð

Teit­ur seg­ir að í hlák­unni á morg­un geti klaki orðið flug­hált og fólk þurfi að passa sig að detta ekki og slasa sig.

Hann seg­ir einnig að fólk þurfi að passa sig ná­lægt ám sem hafa verið í klaka­bönd­um. Ísstíflaðar ár geti valdið staðbundn­um flóðum.

„Það get­ur verið að sums staðar bresti þess­ar stífl­ur á morg­un og valdi staðbundn­um flóðum. Það er ekki al­veg ná­kvæm­lega vitað hvernig það ger­ist en það er eitt af því sem fólk ætti að vita af og sýna aðgæslu við ár sem eru í klaka­bönd­um,“ seg­ir Teit­ur.

„Þetta eru mik­il um­skipti frá þess­um kulda yfir í þenn­an hita. Síðan kóln­ar aft­ur á laug­ar­dag­inn, þetta er svona einn og hálf­ur sóla­hring­ur af hlý­ind­um. Á sunnu­dag­inn er út­lit fyr­ir dimm él á vest­ur­helm­ingi lands­ins og komið vægt frost aft­ur.“

mbl.is