Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Alec Baldwin | 19. janúar 2023

Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Leikarinn Alec Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Leikarinn hleypti skoti úr byssu við tökur á kvikmyndinni Rust sem varð tökumanninum Halynu Hutchins að bana.

Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Alec Baldwin | 19. janúar 2023

Leikarinn Alec Baldwin.
Leikarinn Alec Baldwin. AFP

Leik­ar­inn Alec Baldw­in verður ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Leik­ar­inn hleypti skoti úr byssu við tök­ur á kvik­mynd­inni Rust sem varð töku­mann­in­um Halynu Hutchins að bana.

Leik­ar­inn Alec Baldw­in verður ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Leik­ar­inn hleypti skoti úr byssu við tök­ur á kvik­mynd­inni Rust sem varð töku­mann­in­um Halynu Hutchins að bana.

Mary Carmack-Altwies, rík­is­sak­sókn­ari Santa Fe, til­kynnti í dag að bæði Baldw­in og Hannah Gutier­rez Reed yrðu ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi fyr­ir mánaðar­mót. Reed sá um ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir á tökustað. 

BBC grein­ir frá. 

Baldw­in var að æfa sig fyr­ir senu þar sem hann átti að beina leik­muna­byssu að töku­vél, en í henni reynd­ust vera raun­veru­leg byssu­skot. 

Baldw­in hef­ur áður sagt að hann hafi ekki tekið í gikk­inn og að hon­um hafi verið tjáð að ekki væru raun­veru­leg skot í byss­unni.  

mbl.is