Eiga vatnsbirgðir fyrir tvo sólarhringa

Ferðamenn á Íslandi | 19. janúar 2023

Eiga vatnsbirgðir fyrir tvo sólarhringa

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur dísilknúna varaaflsstöð sem hægt er að keyra eins lengi og þarf og haldið getur afköstum flugvallarins alls ef til rafmagnsleysis kemur.

Eiga vatnsbirgðir fyrir tvo sólarhringa

Ferðamenn á Íslandi | 19. janúar 2023

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar hef­ur dísil­knúna vara­afls­stöð sem hægt er að keyra eins lengi og þarf og haldið get­ur af­köst­um flug­vall­ar­ins alls ef til raf­magns­leys­is kem­ur.

Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar hef­ur dísil­knúna vara­afls­stöð sem hægt er að keyra eins lengi og þarf og haldið get­ur af­köst­um flug­vall­ar­ins alls ef til raf­magns­leys­is kem­ur.

Þetta kem­ur fram í skrif­leg­um svör­um upp­lýs­inga­full­trúa við fyr­ir­spurn mbl.is vegna raf­magns­leys­is sem varð á Reykja­nesskag­an­um öll­um í fyrra­dag. 

Raf­magns­leysið hafði eng­in telj­andi áhrif á starf­semi vall­ar­ins ef und­an­skilið er fimmtán sek­úndna bið eft­ir að vara­afls­stöðin tek­ur að keyra sig í gang frá því að raf­magni sló út. 

Flug­völl­ur­inn býr einnig yfir stór­um vatnstank en heita- og kalda­vatns­dæl­ur HS Veitna eru knún­ar á raf­magni. Vatnstankur­inn í Leifs­stöð held­ur flæði og full­um þrýst­ingi á köldu vatni á flug­vall­ar­stæðinu í allt að tvo sól­ar­hringa. 

mbl.is