„Þá stakk ég þig í sjálfsvörn“

„Þá stakk ég þig í sjálfsvörn“

„Ég þurfti að díla við ykkur vegna þess að ég hitti stelpu sem eg hitti í eitt skifti og til að byrja með fóruð þið á eftir mér fyrir hans hönd og byrjuðu að eyðinleggja bíla og ökutæki hja mér og mínum nánustu eins og til dæmis bílinn hans afa míns.“

„Þá stakk ég þig í sjálfsvörn“

Stunguárás á Bankastræti Club | 19. janúar 2023

Árásin í húsakynnum Bankastræti Club vakti þjóðarathygli í nóvember og …
Árásin í húsakynnum Bankastræti Club vakti þjóðarathygli í nóvember og var á tímabili gert ráð fyrir hreinni skálmöld helgina eftir sem þó varð ekki úr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég þurfti að díla við ykk­ur vegna þess að ég hitti stelpu sem eg hitti í eitt skifti og til að byrja með fóruð þið á eft­ir mér fyr­ir hans hönd og byrjuðu að eyðin­leggja bíla og öku­tæki hja mér og mín­um nán­ustu eins og til dæm­is bíl­inn hans afa míns.“

„Ég þurfti að díla við ykk­ur vegna þess að ég hitti stelpu sem eg hitti í eitt skifti og til að byrja með fóruð þið á eft­ir mér fyr­ir hans hönd og byrjuðu að eyðin­leggja bíla og öku­tæki hja mér og mín­um nán­ustu eins og til dæm­is bíl­inn hans afa míns.“

Með þeim orðum hefst Face­book-færsla Dav­ids Gabriels, sem sagður er hafa komið að árás­inni í húsa­kynn­um Banka­stræti Club í nóv­em­ber, og er pist­ill­inn svar við skrif­um Skúla Arn­ar frá því á þriðju­dags­kvöldið þar sem hann merk­ir lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu efst í text­an­um og spyr í fram­hald­inu hvernig á því standi að 30 manns hafi gert hrotta­lega árás með hnífa á lofti en engu að síður sé aðeins einn þeirra í fang­elsi og þar sé sá yngsti af árás­ar­mönn­um.

Kastaði af sér þvagi í bif­reið afa Dav­ids

Seg­ir Skúli í fram­hald­inu: „Dav­id Gabriel maður­inn til hægri sem er leiðtogi hóps­ins í þess­ari árás og játaði á sig vera part­ur af árás­inni er laus þótt hann hafi stungið mig fyr­ir einu og hálfi ári og það mál er enþa a loka stigi rann­sókn­ar og búið að vera það i marga mánuði!!!

Ég var 2 vik­ur upp a spitala meðan hann var 3 daga í gæslu­v­arðhaldi og sama gerðist aft­ur núna með Banka­stræti málið. Hvenær ætl­ar lög­regl­an og ákæru­valdið að tak­ast a þessu.“

Dav­id kall­ar Skúla og ótil­greind­an hóp í kring­um hann níðinga sem ráðist ít­rekað á fólk að til­efn­is­lausu, sjálf­ur hafi hann aðeins tekið til varna í þeim viðsjám sem vakt­ar voru milli þeirra Skúla og nefn­ir Dav­id að nafn­greind­ur pilt­ur hafi brotið aft­ur­rúðu bif­reiðar af­ans áður­nefnda og kastað af sér þvagi inn um brotna rúðuna.

Lögregla hafði uppi gríðarlegan viðbúnað í miðbænum helgina eftir árásina …
Lög­regla hafði uppi gríðarleg­an viðbúnað í miðbæn­um helg­ina eft­ir árás­ina en var þá allt með friði og spekt þrátt fyr­ir sögu­sagn­ir á sam­fé­lags­miðlum um heilu rútufarm­ana af þung­vopnuðum mönn­um. mbl.is/​Ari

„[Þ]ið eruð líka að bjóða fólki pen­inga til að setja mig upp og til að fá upp­lýs­ing­ar um mig og hvar eg væri að dvelja eft­ir mörg skifti að reyna ráðast á mig í hóp­um sem gekk aldrei hjá ykk­ur.

Með málið þar sem ég stakk þig þá komu þið um það bil 9 aðilar sam­an sam­kvæmt skýslu að ráðast á mig, þar sem þið brut­ust inn að aft­an til að raðast a mig. Þið voruð all­ir vel vopnaðir og skáruð bróðir minn i and­litið, hann er með 10cm skurð í and­lit­inu eft­ir ykk­ur og þú varst líka með hníf það sést mjög vel á mynd­um að þú sért með hníf. Þar sem þið voruð að reyna stinga mig, bróðir minn og vin minn og við vor­um bara 3 á móti ykk­ur þá stakk ég þig í sjalfs­vörn,“ held­ur Dav­id áfram.

„Útúr hellaður“ á af­mæl­is­dag­inn

Kveður hann Skúla Örn og hans hóp aldrei hafa haft ástæðu til fram­an­greindr­ar árás­ar, sjálf­ur hafi Skúli stungið ann­an sem Dav­id nafn­grein­ir og seg­ir hafa þurft að sauma fórn­ar­lambið 132 spor­um inn­vort­is.

Seg­ir hann sætt­ir hafa tek­ist með þeim Skúla Erni eft­ir að hann, Dav­id, losnaði úr gæslu­v­arðhaldi sem hafi verið mun lengra en þrír dag­ar, „þá sætt­ist þú við mig og játaðir þín mis­tök að hafa komið og ráðist á mig því það var að ástæðulausu“ held­ur hann áfram og seg­ir frið hafa kom­ist á í kjöl­farið.

Hafi sá friður lagst er til nýrr­ar árás­ar kom, í það skiptið hafi verið ráðist á Dav­id og fyrr­ver­andi kær­ustu hans sem í þokka­bót hafi verið ólétt af syni þeirra. „Sú árás var aft­ur af ástæðalausu og þið með löggukylfu og vopn og hót­andi að ætla setja 10 göt í mig og kveikja í hús­inu mínu.“

„[Þ]ið eruð líka að bjóða fólki peninga til að setja …
„[Þ]ið eruð líka að bjóða fólki pen­inga til að setja mig upp og til að fá upp­lýs­ing­ar um mig og hvar eg væri að dvelja eft­ir mörg skifti að reyna ráðast á mig í hóp­um sem gekk aldrei hjá ykk­ur,“ skrif­ar Dav­id í grein­ar­gerð sinni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í kjöl­farið hafi að sögn Dav­ids gengið á ýmsu, kveikt í bif­reiðum og aðrar skemmd­ar með öðrum hætti þar til sætt­ir hafi tek­ist að nýju og allt verið með friði og spekt um stund. Það hafi þó breyst kvöld nokk­urt þegar Skúli Örn var að sögn Dav­ids „útúr hellaður“ á af­mæl­is­dag­inn sinn og hafi þá dregið upp hníf á skemmti­stað og haft í hót­un­um við dyra­verði. Hafi lög­regla þá komið á vett­vang og hníf­ur­inn verið gerður upp­tæk­ur.

„Þannig að nú spyr ég þig...“

„[N]næst var þegar Abdula vin­ur þinn réðst a dyra­varða vin minn af ástæðalausu og þá brutuð þið friðinn enn og aft­ur. Ég skifti mér af þeim mál­um og hann réðst síðan á mig og hljóp síðan í burtu og sótti vini sína Jhon og fleirri og þú komst þangað líka. Síðan lét hann sig hverfa þegar fé­lag­ar mín­ir mættu,“ skrif­ar Dav­id þá.

Vin­ir Skúla Arn­ar hafi þá tekið að nafn­greina Dav­id og birta mynd­ir og mynd­skeið af hon­um á In­sta­gram og væna hann þar um að vera „rotta og squ­eal­er [upp­ljóstr­ari]“ fyr­ir að kæra nafn­greind­an mann úr hópi Skúla Arn­ar sem að sögn Dav­ids veitt­ist að kær­ustu hans vopnaður kylfu.

Hót­un­um hafi þá rignt yfir Dav­id sem kveðst hafa haft um tvennt að velja, að greiða máls­kostnað kylfu­manns­ins eða fá tíu göt á bol­inn sinn og vís­ar hann þar vænt­an­lega til stungusára. Seg­ir hann þá af enn frek­ari skemmd­ar­verk­um, kveikt hafi verið í vél­hjól­um, og þrátt fyr­ir að hann hafi ávallt staðið við sitt og verið al­menni­leg­ur kjósi Skúli Örn og hans fólk að fara erfiðu leiðina og „svíkja aft­ur og aft­ur“.

Enn situr einn í gæsluvarðhaldi eftir árásina en grunaðir skipta …
Enn sit­ur einn í gæslu­v­arðhaldi eft­ir árás­ina en grunaðir skipta tug­um. mbl.is/​Inga

Eft­ir að hafa enn talið upp fjölda skemmd­ar­verka og ávirðinga, þar á meðal bens­ín­sprengjukast, rúðubrot og skemmd­ar­verk á bif­reið Dav­ids á meðan hann var í bíó kast­ar hann fram loka­spurn­ingu:

„Þannig nú spyr ég þig.... ef þú hugs­ar til baka hversu mikið fórna­lamb ert þú ?? og hvað hef ég gert svona hræðilegt við þig fyr­ir utan að svara til baka þegar þú varst að reyna stinga mig ?? og því miður náði ég bara að kom­ast und­an þinni stungu og stakk þig. Læt fylga fullt af sönn­un­ar mynd­um og vi­deoum fyr­ir hin ykk­ur öll svo þið sjaið hvernig þessu hóp­ur hef­ur látið,“ skrif­ar Dav­id Gabriel að lok­um í svari sínu til Skúla Arn­ar.

mbl.is