Mikill vatnselgur víða á höfuðborgarsvæðinu

Frost á Fróni | 20. janúar 2023

Mikill vatnselgur víða á höfuðborgarsvæðinu

Mikill vatnselgur er víða á höfuðborgasvæðinu sem stendur. Vatnsveðrið hefur ekki náð hámarki enn sem komið er og búast má við að færð spillist enn frekar eftir sem líður á daginn.

Mikill vatnselgur víða á höfuðborgarsvæðinu

Frost á Fróni | 20. janúar 2023

Vatnselgir hafa myndast víða á höfuðborgarsvæðinu.
Vatnselgir hafa myndast víða á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mik­ill vatns­elg­ur er víða á höfuðborga­svæðinu sem stend­ur. Vatns­veðrið hef­ur ekki náð há­marki enn sem komið er og bú­ast má við að færð spill­ist enn frek­ar eft­ir sem líður á dag­inn.

Mik­ill vatns­elg­ur er víða á höfuðborga­svæðinu sem stend­ur. Vatns­veðrið hef­ur ekki náð há­marki enn sem komið er og bú­ast má við að færð spill­ist enn frek­ar eft­ir sem líður á dag­inn.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir skyggni slæmt, mikla hálku víða þar sem klaki hef­ur mynd­ast og eru veg­far­end­ur hvatt­ir til að fara var­lega. 

Þá er gul veðurviðvör­un í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa, við Breiðafjörð og á miðhá­lend­inu.

Betra að fara Þrengsl­in

Þá er þung­fært á Hell­is­heiði og betri kost­ur að keyra Þrengsl­in þessa stund­ina. Hálku­blett­ir og vatns­elg­ur er á Reykja­nes­braut en flug­hált er á Suður­strand­ar­vegi.

Á vef Vega­gerðar­inn­ar eru veg­far­end­ur hvatt­ir til að fylgj­ast vel með veðri og færð á Kjal­ar­nesi, í Þrengsl­um, á Mos­fells­heiði og Hell­is­heiði, þar sem færð get­ur spillst og veg­ir jafn­vel lokast.

Nýj­asta veður­spá fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið er eft­ir­far­andi: Suðaust­an 15-23 m/​s og rign­ing. Snýst í sunn­an 10-15 m/​s um há­degi með tals­verðri úr­komu um tíma. Hlýn­andi veður, hiti 6 til 9 stig seinnipart­inn.

mbl.is