Miklu afrennsli er spáð í Markarfljót

Frost á Fróni | 20. janúar 2023

Miklu afrennsli er spáð í Markarfljót

„Miklu afrennsli er spáð niður í Krossá í Þórsmörk og þaðan í Markarfljót,“ segir í færslu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, á Facebook-síðu hans í gærkvöldi.

Miklu afrennsli er spáð í Markarfljót

Frost á Fróni | 20. janúar 2023

Frá hlaupi í Markarfljóti.
Frá hlaupi í Markarfljóti. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Miklu af­rennsli er spáð niður í Kros­sá í Þórs­mörk og þaðan í Markarfljót,“ seg­ir í færslu Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings, á Face­book-síðu hans í gær­kvöldi.

„Miklu af­rennsli er spáð niður í Kros­sá í Þórs­mörk og þaðan í Markarfljót,“ seg­ir í færslu Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings, á Face­book-síðu hans í gær­kvöldi.

Þar birt­ir hann kort yfir upp­safnað rennsli, bæði leys­ing­ar og fljót­andi úr­komu, fyr­ir landið til frá klukk­an 18 í dag til há­deg­is á laug­ar­dag­inn. 

Á kort­inu má sjá veru­legt af­rennsli á Suður­landi. Ef marka má kortið stefn­ir í allt að 72 mm rennsli nærri Hvítár­vatni. Það sam­svar­ar 72 lítr­um á fer­meter. 

Áin ryður sig

Rennslið verður þó mest í Markarfljóti, yfir og um 150 mm þar sem mest verður.

Þegar rennsli eykst skyndi­lega í stokkísuðu vatns­falli lyft­ist vatns­borðið, flaum­ur­inn eyskt og ís­inn brotn­ar upp. Með öðrum orðum áin ryður sig. Flek­ar af ís flæm­ast niður efir far­veg­in­um og geta hæg­lega valdið stífl­um og/​eða breytt far­veg­um.

mbl.is